| Sf. Gutt

Liverpool vill kaupa Marc Guehi

Liverpool vill kaupa Marc Guehi fyrirliða Crystal Palace og viðræður þess efnis eru nú þegar komnar í gang milli félaganna. Marc virðist vera til í að ganga til liðs við Liverpool og hann er til sölu. 

Ástæðan fyrir því að Marc er til sölu núna er að hann á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Crystal Palace og því hefur hann öll spil á hendi. Kaupverð á enska landsliðsmiðverðinum gæti verið um 35 milljónir sterlingspunda. 

Virgil van Dijk, Ibrahima Konaté og Joe Gomez eru einu miðverðir í leikmannahópi Liverpool sem einhverja reynslu hafa. Ibrahima og Joe hafa oft verið nokkuð frá vegna meiðsla og því þarf mann til skiptanna. 

Marc er 25 ára en býr nú þegar yfir talsverðri reynslu. Hann hóf ferilinn hjá Chelsea en hefur leikið með Crystal Palace frá 2021. Marc er búinn að vera fyrirliði Palace og tók við FA bikarnum í vor og Samfélagsskildinum á sunnudaginn. Hann hefur leikið 23 landsleiki fyrir England. 

Við sjáum hvað setur með framvindu mála. 

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan