| Sf. Gutt

Er ókyrrð í mönnum?

Tveir af fastamönnum Liverpool virðast vera eitthvað ókyrrir. Liverpool vill halda þeim báðum en kannski vilja þeir róa á önnur mið. Um er að ræða þá Luis Díaz og Ibrahima Konaté. 

Það liggur fyrir að nokkur félög hafa verið að snúast í kringum Luis Díaz síðustu mánuði. Barcelona hefur haft áhuga á honum og sama má segja um félög í Sadí Arabíu. En núna í vikunni barst tilboð í Luis frá Bayern Munchen upp á 58,6 milljónir sterlingspunda. Tilboðinu var hafnað á punktinum af forráðamönnum Liverpool. Áréttað var að Luis sé ekki til sölu.

Ibrahima Konaté er sagður ekki vilja gera nýjan samning við Liverpool. Það er farið að styttast í samningi hans. Hann var fyrst orðaður við Paris Saint Germain og svo við Real Madrid. Óttast er að Real hafi sett sig í samband við hann með að láta samning sinn renna út. Forráðamenn Liverpool vilja skiljanlega ekki missa Frakkann fyrir lítið sem ekkert eins og Trent Alexander-Arnold og munu því hafa boðið nýjan samning. Tekið skal fram að ekkert formlegt hefur komið fram opinberlega um stöðu þessa máls.

Við sjáum hvað setur með þessi mál. 

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan