Er ókyrrð í mönnum?
Tveir af fastamönnum Liverpool virðast vera eitthvað ókyrrir. Liverpool vill halda þeim báðum en kannski vilja þeir róa á önnur mið. Um er að ræða þá Luis Díaz og Ibrahima Konaté.
Það liggur fyrir að nokkur félög hafa verið að snúast í kringum Luis Díaz síðustu mánuði. Barcelona hefur haft áhuga á honum og sama má segja um félög í Sadí Arabíu. En núna í vikunni barst tilboð í Luis frá Bayern Munchen upp á 58,6 milljónir sterlingspunda. Tilboðinu var hafnað á punktinum af forráðamönnum Liverpool. Áréttað var að Luis sé ekki til sölu.
Ibrahima Konaté er sagður ekki vilja gera nýjan samning við Liverpool. Það er farið að styttast í samningi hans. Hann var fyrst orðaður við Paris Saint Germain og svo við Real Madrid. Óttast er að Real hafi sett sig í samband við hann með að láta samning sinn renna út. Forráðamenn Liverpool vilja skiljanlega ekki missa Frakkann fyrir lítið sem ekkert eins og Trent Alexander-Arnold og munu því hafa boðið nýjan samning. Tekið skal fram að ekkert formlegt hefur komið fram opinberlega um stöðu þessa máls.
Við sjáum hvað setur með þessi mál.
-
| Sf. Gutt
Hvað verður um Darwin? -
| Sf. Gutt
Sóknarmenn í sigtinu! -
| Sf. Gutt
Númer 20 lagt til hliðar -
| Sf. Gutt
Minningarorð Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Aftur til æfinga -
| Sf. Gutt
Minningarorð Arne Slot -
| Sf. Gutt
Í minningu Diogo Jota -
| Sf. Gutt
Bræðurnir Diogo og André bornir til grafar -
| Sf. Gutt
Diogo Jota látinn -
| Sf. Gutt
Af EM