Æfingaleikir sumarsins

Englandsmeistarar Liverpool hafa tilkynnt um sex æfingaleiki fyrir komandi keppnistímabil. Sá fyrsti fer fram strax um miðjan júlí.
Fyrsti leikur fer fram sunnudaginn 13. júlí. Liverpool mætir þá Preston North End í Preston. Liverpool hefur mörg síðustu árin leikið við Preston og eins er nú.
Leikur tvö fer fram laugardaginn 26. júlí. Liverpool leikur þá gegn AC Milan í Hong Kong. Í ár eru einmitt 20 ár frá því liðin léku til úrslita um Evrópubikarinn í Istanbúl.
Samkvæmt hefð leikur Liverpool æfingaleik á Anfield Road. Svo verður mánudaginn 4. ágúst þegar Athletic Club Bilbao kemur í heimsókn. Liðin leika reyndar tvo leiki þennan dag. Sama var gert í fyrra í æfingaleiknum á Anfield þegar Liverpool lék tvisvar sama dag við Las Palmas.

Sunnudaginn 10. ágúst fer svo fyrsti alvöru leikurinn fram þegar Englandsmeistarar Liverpool og bikarmeistarar Crystal Palace keppa um Samfélagsskjöldinn á Wembley. Það er auðvitað opnunarleikur nýrrar leiktíðar.
-
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Ánægður með markið! -
| Sf. Gutt
Dagurinn sem breytti Liverpool F.C.! -
| Sf. Gutt
Hvatning frá núverandi fyrirliða! -
| Sf. Gutt
Hvatning frá fyrrum fyrirliða! -
| Sf. Gutt
Mestu hrakfarir í marga áratugi! -
| Sf. Gutt
Lengi getur vont versnað! -
| Sf. Gutt
Væntumþykjan hverfur! -
| Sf. Gutt
Ný félagsmet!

