Æfingaleikir sumarsins
Englandsmeistarar Liverpool hafa tilkynnt um sex æfingaleiki fyrir komandi keppnistímabil. Sá fyrsti fer fram strax um miðjan júlí.
Fyrsti leikur fer fram sunnudaginn 13. júlí. Liverpool mætir þá Preston North End í Preston. Liverpool hefur mörg síðustu árin leikið við Preston og eins er nú.
Samkvæmt hefð leikur Liverpool æfingaleik á Anfield Road. Svo verður mánudaginn 4. ágúst þegar Athletic Club Bilbao kemur í heimsókn. Liðin leika reyndar tvo leiki þennan dag. Sama var gert í fyrra í æfingaleiknum á Anfield þegar Liverpool lék tvisvar sama dag við Las Palmas.
Sunnudaginn 10. ágúst fer svo fyrsti alvöru leikurinn fram þegar Englandsmeistarar Liverpool og bikarmeistarar Crystal Palace keppa um Samfélagsskjöldinn á Wembley. Það er auðvitað opnunarleikur nýrrar leiktíðar.
-
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður -
| Sf. Gutt
Milos Kerkez kominn til Liverpool -
| Sf. Gutt
Nathaniel Phillips heldur á braut -
| Sf. Gutt
Skjaldarleikurinn liggur fyrir! -
| Sf. Gutt
Florian Wirtz keyptur fyrir metfé! -
| Sf. Gutt
Vitezslav Jaros lánaður -
| Sf. Gutt
Leikjadagskráin birt -
| Sf. Gutt
Ungliðar á braut -
| Sf. Gutt
Það fengust peningar fyrir Trent -
| Sf. Gutt
Af leikmannamálum