Annar nýr markmaður
Annar nýr markmaður er kominn til Liverpool. Liverpool keypti Ungverjann Armin Pecsi fyrr í mánuðinum og nú hefur Freddie Woodman gert samning við Liverpool.
Freddie er 28 ára gamall. Hann kemur á frjálsri sölu frá Preston North End. Freddie er býsna reyndur og hefur verið á mála hjá átta félögum. Hann ólst upp hjá Crystal Palace en hóf atvinnumannaferil sinn hjá Newcastle United. Hann hefur verið í láni hjá Hartlepool United, Crawley Town, Kilmarnock, Aberdeen, Swansea City og Bournemouth. Freddie er búinn að vera hjá Preston frá 2022. Hann var kjörinn Leikmaður ársins hjá félaginu fyrir leiktíðina 2022/23. Freddie lék með öllum yngri landsliðum Englands.
Liverpool hefur lánað einn af ungu markmönnum sínum. Harvey Davies kemur til með að spila með Crawley Town á næsta keppnistímabili. Harvey, sem fæddur í Liverpool, er búinn að vera hjá Liverpool frá unga aldri. Hann var hjá Crewe Alexandra á leiktíðinni 2023/24. Harvey hefur 18 sinnum verið á varamannabekk aðalliðsins. Harvey, sem verður 22. ára í haust skrifaði undir nýjan samning við Liverpool áður en hann gekk frá lánssamningnum.
Harvey Davies varð Skjaldarhafi með Liverpool 2022. Hann var á varamannabekknum þegar Liverpool vann Manchester City 3:1.
-
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Milos Kerkez kominn til Liverpool -
| Sf. Gutt
Nathaniel Phillips heldur á braut -
| Sf. Gutt
Skjaldarleikurinn liggur fyrir! -
| Sf. Gutt
Florian Wirtz keyptur fyrir metfé! -
| Sf. Gutt
Vitezslav Jaros lánaður -
| Sf. Gutt
Leikjadagskráin birt -
| Sf. Gutt
Ungliðar á braut -
| Sf. Gutt
Það fengust peningar fyrir Trent -
| Sf. Gutt
Af leikmannamálum