Gleðilegt sumar!

Liverpool klúbburinn á Íslandi óskar öllum lesendum Liverpool.is, nær og fjær, gleðilegs sumars og sólríkra daga. Um leið skal þakkað fyrir veturinn sem var að líða.
Segja má að veturinn hafi sérstaklega góður fyrir Liverpool. Liverpool hefur verið með í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn alla leiktíðina en það var kannski ekki reiknað með því fyrir keppnistímabilið. Í byrjun nóvember tók liðið forystu í deildinni og hefur haldið henni alla tíð síðan. Nú á sumardeginum fyrsta vantar Liverpool eitt stig til að gulltryggja 20. Englandsmeistaratitil félagsins. Um tíma var möguleiki á fjórum titlum. Liverpool komst í úrslit Deildarbikarsins en tapaði fyrir Newcastle United. Enn er möguleiki á tveimur titlum í sumar.
Vonandi færir sumarið okkur öllum góða daga með blóm í haga og hagfellda tíð til sjós og lands. Við óskum svo þess að tíðarfarið verði með besta móti hjá Liverpool Football Club með hækkandi sól og björtum sumarnóttum
Njótið sumarins!
-
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum -
| Sf. Gutt
Þrjú stig duga! -
| Sf. Gutt
Með stærri stundum! -
| Sf. Gutt
Titillinn er í seilingarfjarlægð!