Með stærri stundum!
Trent Alexander-Arnold skoraði gríðarlega mikilvægt mark þegar Liverpool færðist enn nær enska meistaratitlinum með 0:1 páskasigri í Leicester. Hann sagði markið með stærri stundum á ferli sínum hjá Liverpool.
,,Ekki spurning. Ég hef átt góðar stundir hér á þessum velli og skorað nokkur mörk. Núna erum við í seilingarfjarlægð frá titlinum. Þetta var fyrsti leikur minn eftir meiðsli og þess vegna var leikurinn mjög mikilvægur. Ég var spenntur yfir því að koma til baka eftir meiðslin og því var mikilvægi leiksins mikið fyrir mig. Ég er búinn að leggja mikið á mig til að verða leikfær á nýjan leik síðustu vikurnar. Ég vil endilega spila og það var mjög gleðilegt að leggja mitt af mörkum með því að skora. Þetta var stór stund."
Trent fagnaði markinu ógurlega. Hann hljóp í átt að stuðningsmönnum Liverpool, fór úr treyjunni og hengdi hana á hornfánann.
,,Við erum komnir alveg rosalega nærri titlinum. Sumir okkar myndu þá vinna titilinn í annað sinn en margir myndu verða meistarar í fyrsta skipti. Það er alveg frábært að fagna hérna eftir leikinn með stuðningsmönnunum okkar."
Trent var ekki búinn að vera mjög lengi inn á vellinum þegar hann skoraði. Honum var vel tekið af hluta stuðnignsmanna Liverpool en ekki af öllum. Allir fögnuðu þó markinu hans innilega!
-
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum -
| Sf. Gutt
Þrjú stig duga! -
| Sf. Gutt
Titillinn er í seilingarfjarlægð!