Hlakka mjög mikið til!
Liverpool og Newcastle United mætast í úrslitum Deildarbikarsins á Wembley á morgun. Arne Slot, framkvæmdastjóri Liverpool, segist hlakka mikið til leiksins.
,,Ég hlakka mjög mikið til. Ekki bara af því það er úrslitaleikur og ekki bara af því Liverpool er að spila. Ég hlakka líka til af því leikurinn fer fram á Wembley. Leikvangurinn er ekki bara goðsagnakenndur fyrir Englendinga. Hann er það líka fyrir Hollendinga. Það verður frábært að fá tækifæri til að vera hluti af þessum viðburði. Sérstaklega verður gaman að vera þarna af því við töpuðum fyrir Paris Saint-Germain. Okkur gefst þarna tækifæri til að taka þátt í úrslitaleik. Newcastle er mjög gott lið og því er vel stjórnað af Eddie Howe."
,,Það eru níu úrslitaleikir eftir í Úrvalsdeildinni. Við vinum engin verðlaun í næsta leik þar. En þetta er síðasti leikurin í þessari keppni og Newcastle er mótherjinn. Þetta verður áhugaverður leikur og ég hlakka til."
Arne Slot er kominn í úrslitaleik með Liverpool leik á sínu fyrsta keppnistímabili. Það yrði magnað ef honum tækist að vinna Deildarbikarinn!
-
| Sf. Gutt
Aftur til æfinga -
| Sf. Gutt
Minningarorð Arne Slot -
| Sf. Gutt
Í minningu Diogo Jota -
| Sf. Gutt
Bræðurnir Diogo og André bornir til grafar -
| Sf. Gutt
Diogo Jota látinn -
| Sf. Gutt
Af EM -
| Sf. Gutt
Bara Real Madrid! -
| Sf. Gutt
Þrír Evrópumeistarar! -
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður