Jürgen Klopp verður á Wembley!
Það verður góður gestur á Wembley þegar Liverpool og Newcastle United leika til úrslita um Deildrbikarinn. Um er að ræða engan annan en Jürgen Klopp!
Liverpool Football Club bauð Jürgen Klopp á leikinn og Þjóðverjinn þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um að þiggja þetta góða boð! ,,Ég fékk formlegt boð frá Liverpool á úrslitaleikinn á Wembley. Ég get ekki beðið eftir deginum."
Jürgen Klopp þekkir sig vel á Wembley. Hann stýrði liði í sjö sinnum á Wembley á sunnudaginn.Jürgen var framkvæmdastjóri Borussia Dortmund þegar liðið mætti Bayern Munchen í úrslitaleiknum í Meistaradeildinni árið 2013. Bayern vann 2:1. Hann stýrði svo Liverpool í úrslitum Deildarbikarsins gegn Manchester City 2016 þegar City vann eftir vítaspyrnukeppni. Liverpool tapaði svo Skjaldarleikjum 2019 og 2020. Báðir Skjaldarleikirnir, gegn Manchester City og Arsenal, töpuðust eftir vítaspyrnukeppnir. Árið 2022 leiddi Jürgen Liverpool tvisvar inn á Wembley og í bæði skiptin gegn Chelsea. Fyrst í úrslitum Deildarbikarsins og svo í úrslitaleik FA bikarsins. Liverpool vann báða leikina í vítaspyrnukeppni. Í fyrra stýrði Jürgen til sigurs í Deildarbikarnum á Wembley. Liverpool lagði þá Chelsea að velli eftir framlengingu.
-
| Sf. Gutt
Meistaradeildin að byrja -
| Sf. Gutt
Enn þokast Mohamed Salah upp listann! -
| Sf. Gutt
Cody Gakpo gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Meistaradeildarhópur Liverpool staðfestur! -
| Sf. Gutt
Fyrsta æfingin! -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Af lánsmönnum -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Áhættunnar virði! -
| Sf. Gutt
Búið að dagsetja Evrópuleikina