Vonlaust mál!
Liverpool féll út úr FA bikarnum í gær 9. febrúar eftir óvænt 1:0 tap fyrir Plymouth. Kannski var útséð um að Liverpool kæmist lengra áfram í keppninni þegar leikdagurinn var valinn!
Svo merkilegt sem það er nú þá hafði Liverpool þrívegis áður leikið í FA bikarnum 9. febrúar. Í öll skiptin hafði Liverpool tapað og fallið úr leik. Eins fór í Plymouth í gær 9. febrúar 2025.
Áður hafði Liverpool tapað 9. febrúar 2:0 fyrir Notts County 1901 og með sömu markatölu fyrir Leeds United árið 1972. Árið 2016 laut Liverpool svo 2:1 í gras fyrir West Ham United. Í gær bættist við tap í Plymouth. Stórmerkilegt að fjögur töp í þessari sömu keppni á sama degi hafi átt sér stað!
-
| Sf. Gutt
Enn þokast Mohamed Salah upp listann! -
| Sf. Gutt
Cody Gakpo gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Meistaradeildarhópur Liverpool staðfestur! -
| Sf. Gutt
Fyrsta æfingin! -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Af lánsmönnum -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Áhættunnar virði! -
| Sf. Gutt
Búið að dagsetja Evrópuleikina -
| Sf. Gutt
Harvey Elliott lánaður