Vonlaust mál!
Liverpool féll út úr FA bikarnum í gær 9. febrúar eftir óvænt 1:0 tap fyrir Plymouth. Kannski var útséð um að Liverpool kæmist lengra áfram í keppninni þegar leikdagurinn var valinn!
Svo merkilegt sem það er nú þá hafði Liverpool þrívegis áður leikið í FA bikarnum 9. febrúar. Í öll skiptin hafði Liverpool tapað og fallið úr leik. Eins fór í Plymouth í gær 9. febrúar 2025.
Áður hafði Liverpool tapað 9. febrúar 2:0 fyrir Notts County 1901 og með sömu markatölu fyrir Leeds United árið 1972. Árið 2016 laut Liverpool svo 2:1 í gras fyrir West Ham United. Í gær bættist við tap í Plymouth. Stórmerkilegt að fjögur töp í þessari sömu keppni á sama degi hafi átt sér stað!
-
| Sf. Gutt
Hef ekki hugmynd! -
| Sf. Gutt
Fimm sinnum tuttugu! -
| Sf. Gutt
Goðsagnaleikur í uppsiglingu -
| Heimir Eyvindarson
Bakverðirnir mætast í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Trent klár um miðjan apríl -
| Sf. Gutt
Framgangan og úrslitin vonbrigði! -
| Sf. Gutt
Við munum koma sterkir til baka! -
| Sf. Gutt
Út um þúfur á Wembley! -
| Sf. Gutt
Búið að velja lið Liverpool -
| Sf. Gutt
Spáð í spilin