Af lánsmönnum
Það verður lokað fyrir félagaskipti leikmanna á mánudagskvöldið. Núna í mánuðinum hefur aðeins verið hreyfing á lánsmönnum.
Kaide Gordon er kominn heim til Liverpool eftir að hafa verið í láni hjá Norwich City sem spilar í næst efstu deild. Hann lék tíu leiki með Norwich og skoraði eitt mark.
Rhys Williams var lánaður til Morecambe fyrir leiktíðina. Hann átti bara að vera þar til áramóta en nú hefur verið ákveðið að hann verði til vors.
Calvin Ramsay fór til Wigan Athletic fyrir keppnistímabilið en spilaði lítið og kom til Liverpool núna eftir áramótin. En hann var lánaður aftur og nú til Kilmarnock í Skotlandi.
Í gær kom fram hér á Liverpool.is að Stefan Bajcetic væri farinn frá Red Bull Salzburg til Las Palmas. Hann verður í láni þar út leiktíðina.
Af þeim leikmönnum sem Liverpool lánaði fyrir leiktíðina hefur Ben Doak vakið mesta athygli. Hann spilar með Middlesbrough. Nokkur lið í efstu deild hafa sýnt Skotanum áhuga en hann er ekki til sölu.
-
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Aftur til æfinga -
| Sf. Gutt
Ekki til sölu! -
| Sf. Gutt
Þrá og eldmóður! -
| Sf. Gutt
Samningarviðræður í gangi -
| Sf. Gutt
Caoimhin Kelleher yfirgefur Liverpool -
| Sf. Gutt
Liverpool Football Club á afmæli í dag! -
| Sf. Gutt
Þrefaldur sigur! -
| Sf. Gutt
Jeremie Frimpong búinn að semja -
| Sf. Gutt
Fórnarlambanna á Heysel minnst