Nallo sló 27 ára gamalt met Michael Owen
Amaro Nallo lék sínar fyrstu mínútur fyrir Liverpool í leiknum gegn PSV í gærkvöldi. Honum tókst að setja heldur óskemmtilegt met á þeim örfáu mínútum sem hann var inná vellinum.
Nallo kom inná á 83. mínútu og á 87. mínútu fékk hann beint rautt fyrir að brjóta á leikmanni PSV sem var sloppinn í gegn. Með spjaldinu sló hann tæplega 27 ára gamalt met sem enginn vill eiga.
Nallo er aðeins 18 ára og 73 daga gamall og varð í gær yngsti leikmaðurinn í sögu Liverpool til að fá rautt spjald. Fyrra metið átti Michael Owen, en hann var 18 ára og 117 daga gamall þegar hann fékk að líta rauða spjaldið í leik Liverpool og Manchester United í apríl 1998.
Vonandi tekst honum að gleyma þessum leik sem fyrst.
YNWA
-
| Sf. Gutt
Það fengust peningar fyrir Trent -
| Sf. Gutt
Af leikmannamálum -
| Sf. Gutt
Liverpool kaupir ungan markmann -
| Sf. Gutt
Næsta víst! -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Aftur til æfinga -
| Sf. Gutt
Ekki til sölu! -
| Sf. Gutt
Þrá og eldmóður!