Darwin í banni
Liverpool á stórleik fyrir höndum í Nottingham á morgun. Darwin Núnez missir af leiknum við Nottingham Forest vegna leikbanns. Hann var bókaður á móti Manchester United í síðasta deildarleik og hafði þar með fengið fimm gul spjöld í deildinni. Þar með var Úrúgvæinn kominn í eins leiks bann.
Darwin hefur reyndar ekki gengið vel á leiktíðinni. Hingað til er hann bara búinn að skora fjögur mörk í 26 leikjum. Hann er búinn að leggja upp fjögur mörk.
Leikur Liverpool við Nottingham Forest er gríðarlega mikilvægur. Liverpool leiðir deildina með 46 stig. Forest og Arsenal eru sex stigum á eftir. Forest myndi sannarlega setja aukna pressu á Liverpool með sigri. Á móti kemur að ef Liverpool næði sigri yrði staða liðsins á toppnum sterkari eftir sigur á öðru liðinu sem næst kemur.
Á síðasta keppnistímabili vann Liverpool 0:1 sigur á City Ground með marki Darwin Núnez. Hann skorar því miður ekki annað kvöld.
-
| Sf. Gutt
Í minningu Diogo Jota -
| Sf. Gutt
Bræðurnir Diogo og André bornir til grafar -
| Sf. Gutt
Diogo Jota látinn -
| Sf. Gutt
Af EM -
| Sf. Gutt
Bara Real Madrid! -
| Sf. Gutt
Þrír Evrópumeistarar! -
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður -
| Sf. Gutt
Milos Kerkez kominn til Liverpool -
| Sf. Gutt
Nathaniel Phillips heldur á braut