Verðum að skrifa okkar eigin sögu!
Alisson Becker, markmaður Liverpool, segir að núverandi leikmenn Liverpool verði að skrifa sína eigin sögu. Nýr kafli í sögu Liverpool byrjaði í sumar þegar Arne Slot tók við af Jürgen Klopp sem framkvæmdastjóri félagsins.
,,Ég er mjög ánægður því leikmannahópurinn hérna er nógu góður til að vinna merkileg afrek. Mikilvægast er að sú staðfesta sem þarf til að vinna titla býr í þessum hópi. Við eigum ekki að þurfa að bera okkur saman við lið úr fortíðinni. Við verðum að skrifa okkar eigin sögu á keppnistímabilinu."
Liverpool stendur sannarlega vel að vígi nú þegar árið 2024 er að renna sitt skeið. Vissulega er mikið eftir af leiktíðinni og allt getur gerst. En það er ekki annað hægt en að gleðjast þegar Liverpool er í efsta sæti deildarinnar bæði á jólum og við áramót!
-
| Sf. Gutt
Harvey Elliott lánaður -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Alexander Isak keyptur fyrir metfé! -
| Sf. Gutt
Hvað gerist? - Uppfært í dag og fram á kvöld! -
| Sf. Gutt
Nýr varafyrirliði -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Mummi
Fjölskylduhátíð Liverpoolklúbbsins á Íslandi -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Verðlaun í fyrsta leik!