| Sf. Gutt

Fágætt afrek hjá Caoimhin Kelleher!

Caoimhin Kelleher markmaður Liverpool vann fágætt afrek í leik Liverpool og Real Madrid. Hann varði þá vítaspyrnu annan leikinn í röð. Þetta gerðist síðast fyrir 115 árum!

Caoimhin Kelleher varði, á sunnudaginn, víti frá Adam Armstrong í leik Southampton og Liverpool. Írinn endurtók svo leikinn í gærkvöldi þegar hann varði vítaspyrnu Kylian Mbappé leikmanns Real Madrid. Þar með var Caoimhin búinn að verja tvær vítaspyrnur í tveimur leikjum!

Augustus Beeby

Að markvörður Liverpool verji vítaspyrnu tvo leiki í röð gerðist síðast í desember árið 1909. Þá varði Augustus Beeby víti á þriðja degi jóla í 1:1 jafntefli við Arsenal á útivelli. Þetta var fyrsti leikur Augustus fyrir Liverpool. Daginn eftir spilaði Liverpool við Sheffield United í Sheffield. Liverpool tapaði 4:2 en Augustus endurtók leikinn frá því leiknum á móti Arsenal og varði vítaspyrnu. Hann var þar með búinn að verja vítaspyrnur í tveimur fyrstu leikjum sínum með Liverpool. Afrek sem sennilega verður aldrei endurtekið. Augustus lék 16 leiki fyrir aðallið Liverpool. 

 

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan