| Sf. Gutt

Hvað gerist? - Uppfært í dag og fram á kvöld!

Í kvöld verður lokað fyrir félagskipti knattspyrnumanna. Eins og vant er verður fylgst náið með gangi mála hér á Liverpool.is. Ekki er búist við neinum skiptum leikmanna til eða frá Liverpool.

22:00. Enn er lánað. Nú fyrir stuttu var tilkynnt að Ben Doak hefði verið lánaður. Hann verður hjá Middlesborough, sem leikur í næst efstu deild, út leiktíðina. Sama má segja um hann og Stefan að hann var meiddur svo til alla síðustu leiktíð. 

21:00. Nathaniel Phillips er farinn að láni. Hann spilar með Derby County til næsta vors. Derby er í næst efstu deild. 

14:00. Þær fréttir að Stefan Bajcetic hafi verið lánaður koma ekki á óvart. Það kemur heldur ekki á óvart að hann skuli hafa verið lánaður til Red Bull Salzburg. Hann missti af svo til öllu síðasta tímabili vegna meiðsla og það er örugglega gott fyrir hann að vera hjá austurríska liðinu undir leiðsögn  Pep Lijnders.

13:00. Ianis Hagi er leikmaður Rangers. Það mun hugsanlegt að hann fari frá liðinu. Liverpool átti á einhverjum tímapunkti að hafa haft áhuga á rumenska landsliðsmanninum. 

12:00. Ekki er útlit á að Anthony Gordon yfirgefi Newcastle United. Lengi vel í sumar var Liverpool orðað við enska landsliðsmanninn. 

9:00. Liverpool Echo greinir frá því að talsverður áhugi sé á þeim Ben Doak, Kaide Gordon og Nathaniel Phillips. Þeir gætu allir farið í dag. Þó eru þeir Ben og Kaide varla til sölu en þeir gætu farið í lán.

7.15. Liverpool keypti sem sagt þá Giorgi Mamardashvili og Federico Chiesa á þriðjudaginn og í gær. Giorgi verður reyndar áfram hjá Valencia en nú sem lánsmaður. 

7:00. Núna í vikunni keypti Liverpool loksins tvo leikmenn. Fram að þeim tíma var Liverpool eina liðið í efstu deild á Englandi sem hafði ekki keyot neinn einasta leikmann. 

Hér að ofan er farið yfir stöðuna hvað kaup og sölur varðar eins og hún er núna. Liverpool hefur keypt tvo leikmenn það sem af er þessu félagaskiptatímabili.

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan