Af leikmannamálum
Svo er að skilja að Liverpool hafi misst af leikmanni sem mikill áhugi var á að kaupa. Um er að ræða spænska landsliðsmanninn Martin Zubimendi sem spilar með Real Sociedad. Allt útlit var á að Martin ætlaði sér að ganga til liðs við Liverpool en hann hætti við og ákvað að leika áfram með Real. Martin spilar sem afturliggjandi miðjumaður og Liverpool hefur verið að leita eftir slíkum manni.
Eini leikmaðurinn sem hefur verulega mikið orðaður við Liverpool í sumar er Anthony Gordon leikmaður Newcastle United. Hann er fæddur í Liverpool og hefur haldið með Liverpool frá barnæsku. Hann var sem strákur hjá Liverpool en fór til Everton. Hann komst í aðalliðið þar en gekk til liðs við Newcastle í fyrrasumar. Liverpool virðist hafa áhuga á honum en ekki er gott að segja hvað verður. Hann spilar jafnan sem vængmaður.
Nú allra síðustu daga hafa verið fréttir um að Giorgi Mamardashvili landsliðsmarkmaður Georgíu muni kannski koma til Liverpool. Hann leikur með Valencia á Spáni.
Einhver lið eiga að hafa áhuga á Joe Gomez. Má nefna Newcastle United og Aston Villa. Ósennilegt er að Liverpool vilji selja hann. Reyndar var talið að það hafi verið inni í myndinni að Joe færi til Newcastle í skiptum fyrir Anthony Gordon fyrr í sumar. Nathaniel Phillips er falur ef boð kemur í hann sem telst nógu hátt.
Luis Díaz hefur af og til verið í fréttum vegna meints áhuga Barcelona. Einhverjir fjölmiðlar telja þann áhuga raunverulegan. Það má þó mikið vera ef Liverpool samþykkir tilboð í Kólumbíumanninn.
Fabio Carvalho og Bobby Clarke eru farnir. Svo virðist sem fleiri af yngri leikmönnum Liverpool séu til sölu ef nógu há tilboð koma. Í því sambandi má nefna Ben Doak, Owen Beck, Tyler Morton, Kaide Gordon og jafnvel fleiri.
-
| Sf. Gutt
Steven syrgir Sven -
| Sf. Gutt
Harvey Elliott meiddur -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Fulltrúar Liverpool á EM -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Brighton og Liverpool – Leicester -
| Sf. Gutt
Nýr búningur kynntur -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Frábær úrslit! -
| Sf. Gutt
Merkileg tímamót!