| Sf. Gutt

Ætlum að láta til okkar taka


Dominik Szoboszlai, fyrirliði ungverska landsliðsins, segir að hann og félagar hans í Liverpool ætli að láta til sín taka á nýju leiktíðinni. Hann segir að stefnan sé sett á að liðið sýni hvað í því býr í Úrvalsdeildinni á Englandi og eins í Meistaradeildinni. 

,,Á þessu keppnistímabili verðum aftur með í Meistaradeildinni og þar eigum við heima. Við ætlum líka að láta til okkar taka þar. Við stefnum svo á að vinna Úrvalsdeildina á nýjan leik. Mér líður mjög vel og er tilbúinn í slaginn á nýju leiktíðinni. Það eru mikilvægir leikir framundan, mikilvægt keppnistímabil, nýjar áskoranir svo ég held að allir séu að koma sér í stand."

Dominik er að hefja aðra leiktíð sína með Liverpool. Hann spilaði mjög vel framan af síðustu leiktíð en náði sér ekki eins vel á strik á seinni hluta hennar. Ungverjinn spilaði 45 leiki, skoraði sjö mörk og lagði upp fjögur.

Dominik spilaði mjög vel í fyrsta æfingaleik Liverpool og skoraði sigurmarkið á móti Real Betis. Hann nær vonandi að spila  vel á keppnistímabilinu sem í hönd fer.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan