| Sf. Gutt
Suður Ameríkukeppninni er lokið. Öruggt var fyrir úrslitaleikinn að leikmaður Liverpool myndi fá gullverðlaun því einn fulltrúi Liverpool var í hvoru úrslitaliði.
Argentína og Kólumbía mættust í úrslitaleiknum sem fór fram í Miami í nótt. Leikurinn hófst á miðnætti að íslenskum tíma. Þeir Alexis Mac Allister og Luis Díaz voru í byrjunarliðum sinna þjóðlanda.
Leikurinn var jafn og spennandi. Ekkert mark var skorað í venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja leikinn. Úrslitin réðust á 112. mínútu þegar Lautaro Martínez, leikmaður Inter Milan, kom Argentínu yfir. Þetta reyndist sigurmarkið og Argentína varði titil sinn frá 2021. Þetta var 16. sigur Argentínu í keppninni sem er met.
Úrúgvæ náði þriðja sætinu í keppninni. Liðið mætti Kanada í leiknum um þriðja og fjórða sæti. Luis Suarez, fyrrum leikmaður Liverpool, bjargaði Úrúgvæ með því að jafna 2:2 í viðbótartíma venjulegs leiktíma. Það þurfti vítaspyrnukeppni til að útkljá leikinn og vann Úrúgvæ hana 4:3. Aftur kom Luis við sögu en hann skoraði úr vítinu sem réði úrslitum. Luis kom inn sem varamaður fyrir Darwin Núnez í hálfleik.
Þeir Luis Díaz og Darwin Núnez skoruðu báðir tvö mörk í keppninni. Þeir stóðu sig mjög vel í Bandaríkjunum og sama má segja um Alexis Mac Allister.
TIL BAKA
Af Suður Ameríkukeppninni

Suður Ameríkukeppninni er lokið. Öruggt var fyrir úrslitaleikinn að leikmaður Liverpool myndi fá gullverðlaun því einn fulltrúi Liverpool var í hvoru úrslitaliði.
Argentína og Kólumbía mættust í úrslitaleiknum sem fór fram í Miami í nótt. Leikurinn hófst á miðnætti að íslenskum tíma. Þeir Alexis Mac Allister og Luis Díaz voru í byrjunarliðum sinna þjóðlanda.
Leikurinn var jafn og spennandi. Ekkert mark var skorað í venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja leikinn. Úrslitin réðust á 112. mínútu þegar Lautaro Martínez, leikmaður Inter Milan, kom Argentínu yfir. Þetta reyndist sigurmarkið og Argentína varði titil sinn frá 2021. Þetta var 16. sigur Argentínu í keppninni sem er met.
Úrúgvæ náði þriðja sætinu í keppninni. Liðið mætti Kanada í leiknum um þriðja og fjórða sæti. Luis Suarez, fyrrum leikmaður Liverpool, bjargaði Úrúgvæ með því að jafna 2:2 í viðbótartíma venjulegs leiktíma. Það þurfti vítaspyrnukeppni til að útkljá leikinn og vann Úrúgvæ hana 4:3. Aftur kom Luis við sögu en hann skoraði úr vítinu sem réði úrslitum. Luis kom inn sem varamaður fyrir Darwin Núnez í hálfleik.
Þeir Luis Díaz og Darwin Núnez skoruðu báðir tvö mörk í keppninni. Þeir stóðu sig mjög vel í Bandaríkjunum og sama má segja um Alexis Mac Allister.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Meistaradeildin að byrja -
| Sf. Gutt
Enn þokast Mohamed Salah upp listann! -
| Sf. Gutt
Cody Gakpo gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Meistaradeildarhópur Liverpool staðfestur! -
| Sf. Gutt
Fyrsta æfingin! -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Af lánsmönnum -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Áhættunnar virði! -
| Sf. Gutt
Búið að dagsetja Evrópuleikina
Fréttageymslan