| Sf. Gutt
Evrópumótinu í knattspyrnu lauk í kvöld þegar England og Spánn mættust í Berlín. Svo fór að Spánn hafði betur og varð Evrópumeistari í fjórða sinn. Engin þjóð hefur unnið keppnina oftar.
Spánverjar voru sterkari aðilinn frá byrjun. Fyrri hálfleikur var án marka en Spánverjar komust yfir á 47. mínútu með marki Nico Williams eftir frábæra sókn. Á næstu mínútum fengu Spánverjar mjög góð færi til að bæta við forystuna en það tókst ekki. England náði að jafna á 73. mínútu þegar varamaðurinn Cole Palmer skoraði með góðu skoti utan vítateigs. Allt benti til þess að það þyrfti að framlengja leikinn en á 86. mínútu skoraði Mikel Oyarzabal eftir vel útfært þríhyrningsspil. Hann kom inn sem varamaður. England gerði harða hríð að marki Spánverja undir lokin en allt kom fyrir ekki. Sigur Spánverja var sanngjarn. Liðið vann alla leiki sína á mótinu.
Þeir Trent Alexander-Arnold og Joe Gomez voru varamenn allan leikinn. Trent tók þátt í fjórum leikjum á Evrópumótinu. Hann kom Englandi í úrslitaleikinn með því að skora í síðustu vítaspyrnunni í vítakeppni Englands og Hollands. Joe var varamaður í öllum leikjunum.
Spánn: Unai Simón; Carvajal, Le Normand (Nacho 83), Laporte, Cucurella; Rodri (Zubimendi 46), Fabián Ruiz; Yamal (Merino 89), Olmo, Williams og Morata (Oyarzabal 68).
England: Pickford; Walker, Stones, Guéhi, Shaw; Mainoo (Palmer 70), Rice; Saka, Foden (Toney 89), Bellingham og Kane (Watkins 61).
Áhorfendur á Ólympíuleikvanginum í Berlín: 65.600.
TIL BAKA
Spánn Evrópumeistari!

Evrópumótinu í knattspyrnu lauk í kvöld þegar England og Spánn mættust í Berlín. Svo fór að Spánn hafði betur og varð Evrópumeistari í fjórða sinn. Engin þjóð hefur unnið keppnina oftar.
Spánverjar voru sterkari aðilinn frá byrjun. Fyrri hálfleikur var án marka en Spánverjar komust yfir á 47. mínútu með marki Nico Williams eftir frábæra sókn. Á næstu mínútum fengu Spánverjar mjög góð færi til að bæta við forystuna en það tókst ekki. England náði að jafna á 73. mínútu þegar varamaðurinn Cole Palmer skoraði með góðu skoti utan vítateigs. Allt benti til þess að það þyrfti að framlengja leikinn en á 86. mínútu skoraði Mikel Oyarzabal eftir vel útfært þríhyrningsspil. Hann kom inn sem varamaður. England gerði harða hríð að marki Spánverja undir lokin en allt kom fyrir ekki. Sigur Spánverja var sanngjarn. Liðið vann alla leiki sína á mótinu.
Þeir Trent Alexander-Arnold og Joe Gomez voru varamenn allan leikinn. Trent tók þátt í fjórum leikjum á Evrópumótinu. Hann kom Englandi í úrslitaleikinn með því að skora í síðustu vítaspyrnunni í vítakeppni Englands og Hollands. Joe var varamaður í öllum leikjunum.
Spánn: Unai Simón; Carvajal, Le Normand (Nacho 83), Laporte, Cucurella; Rodri (Zubimendi 46), Fabián Ruiz; Yamal (Merino 89), Olmo, Williams og Morata (Oyarzabal 68).
England: Pickford; Walker, Stones, Guéhi, Shaw; Mainoo (Palmer 70), Rice; Saka, Foden (Toney 89), Bellingham og Kane (Watkins 61).
Áhorfendur á Ólympíuleikvanginum í Berlín: 65.600.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Trent heldur á braut -
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Sf. Gutt
Njótum stundarinnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir!
Fréttageymslan