| Sf. Gutt

Arne Slot hlakkar til að hefja störf!


Arne Slot sat, í dag, í fyrsta sinn fyrir svörum sem framkvæmdastjóri Liverpool. Hann segist spenntur og hlakka til að taka til starfa. 

„Ég myndi segja að ég sé full­ur af orku eft­ir sum­ar­fríið. Ég er spennt­ur og ég hlakka til að tak­ast á við nýj­ar áskor­an­ir sem bíða mín. Við höfum verið að skoða æfingasvæðið sem er alveg frábært. Það er því margt að hlakka til. Liðið kem­ur til baka eft­ir nokkr­ar vik­ur og ég hlakka til að byrja á nýju verk­efni eft­ir vel heppnaðan tíma með Feyenoord."

Þann 20. maí tilkynnti Liverpool að Arne Slot myndi taka við sem framkvæmdastjóri. Samingur hans við Liverpool tók gildi 1. júní. En það var fyrst í dag sem hann kom fram opinberlega sem framkvæmdastjóri Liverpool. Af hverju skyldi það hafa verið?

„Ég held að það séu nokkr­ar ástæður fyr­ir því. Kveðju­stund Jürgen Klopp sem var mögnuð. Ég sá svolítið af henni en hún var einmitt sama dag og ég kvaddi Feyenoord. Það voru líka fleiri viðburðir tengdir því að hann var að kveðja Liverpool. Mér fannst því sanngjart gagnvart honum, félaginu og stuðningsmönnunum að bíða aðeins með að kynna mig. Ég var líka í fríi en ég er ekki alveg að byrja í dag. Ég hef verið í sam­bandi við gam­alt og nýtt starfs­fólk. Ég er svo næstum daglega í símasambandi við Rich­ard Hughes vegna þess að við verðum að ræða mál­in. Þurf­um að sjá til þess að liðið sé til­búið og fái leiki á und­ir­bún­ings­tíma­bil­inu."

Arne og Jürgen Klopp eru búnir að spjalla saman. Það fór vel á með þeim og Þjóðverjinn gaf Hollendingnum góð ráð. 


„Hann gaf mér fullt af góðum ráðum. Það sem mér fannst standa upp úr var að hann sam­gleðst mér innilega. Hann sagði mér að núna væri hann minn helsti aðdá­andi því hann er núna helsti suðningsmaður Li­verpool. Það er ekki oft sem menn segja svona. Þetta segir mikið um hvaða mann hann hefur að geyma og hvernig hann hefur staðið að brottför sinni."


Arne telur að hann taki við góðu búi af Jürgen Klopp. Hann segir liðið mjög gott en stefnan er að gera það enn betra.

„Eins og ég hef áður sagt þá tek ég við góðu búi af Jürgen. Hann skilur við félagið í mjög góðu standi og eins er liðið í mjög góðu standi. Mér finnst miklir hæfileikar búa í liðshópnum og liðið spilaði mjög sannfærandi á síðasta keppnistímabili. Stefnan er að halda áfram því góða starfi sem hefur verið unnið hér og reyna með því að gera liðið enn betra."

Margt annað bar á góma í viðtalinu. Arne var glaðlegur og kom vel fyrir. Það var greinilegt að hann hlakkar til að hefja störf og setja sitt mark á Liverpool. 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan