| Sf. Gutt

Landsleikjafréttir

Það sem af er mánaðar hefur fjöldi landsleikja farið fram. Leikmenn Liverpool komu heilmikið við sögu enda margir valdir í landslið sín.

Skotar byrjuðu á að vinna 0:2 útisigur á Gíbraltar 3. júní. Andrew Robertson lagði upp annað markið. Hann lagði líka upp mark í seinni æfingaleik Skota sem var við Finnland. Leiknum lauk 2:2.

England vann 3:0 sigur á Bosníu og Hersegóvínu. Trent Alexander-Arnold skoraði mark númer tvö og var talinn besti maðurinn á vellinum. Joe Gomez kom inn sem varamaður. Curtis Jones og Jarell Quansah voru varamenn. Þeir voru valdir í enska landsliðið í fyrsta sinn fyrir æfingaleikina. Seinni æfingaleikur enskra fór á versta veg. Ísland vann frækinn sigur 0:1 á Wembley. Trent og Joe komu inn sem varamenn.

Portúgal vann Finnland 4:2. Diogo Jota skoraði úr víti. Diogo skoraði líka í seinni leik Portúgals. Portúgal tapaði þá á heimavelli 1:2 fyrir Króatíu. 

Írland vann góðan sigur 2:1 á Ungverjalandi. Caoimhin Kelleher var í marki Íra. Dominik Szoboszlai leiddi ungverska landsliðið. Hann var líka í liði Ungverja þegar þeir unnu Ísrael 3:0.

Xherdan Shaqiri, fyrrum leikmaður Liverpool, skoraði úr víti þegar Sviss vann Eistland 4:0.

Ibrahima Konaté var í vörn Frakka sem unnu Luxemborg 3:0. Hann kom inn sem varamaður þegar Frakkar gerðu markalaust jafntefli við Sviss.

Alisson Becker spilaði með Brasilíu sem vann Mexíkó 2:3. Mexíkó hafði áður leikið æfingaleik við Úrúgvæ. Úrúgvæ vann þann leik 4:0. Darwin Núnez gerði sér lítið fyrir og skoraði! Alisson varði aftur mark Brasilíu þegar liðið gerði 1:1 jafntefli við Bandaríkjamenn. 

Holland vann Kanada örugglega 4:0. Virgil van Dijk kom inn sem varamaður og skoraði síðasta mark leiksins. Ryan Gravenberch spilaði en Cody Gakpo var varamaður. Georginio Wijnaldum, fyrrum leikmaður Liverpool, var í liði Hollands. Liam Millar, sem var á mála hjá Liverpool, spilaði með Kanada. Holland endurtók leikinn þegar liðið vann Ísland 4:0. Virgil skoraði líka í þeim leik. Cody spilaði þann leik. 

Lewis Koumas

Lewis Koumas lék sinn fyrsta landsleik fyrir Wales í markalausu jafntefli við Gíbraltar. Hann kom þá sinn sem varamaður. Lewis kom líka við sögu þegar Wales mætti Slóvakíu. Wales fór illa út úr þeim leik og tapaði 4:0.

Vitezslav Jaros

Tékkneski markmaðurinn Vitezlav Jaros spilaði líka landsleik í fyrsta sinn. Hann kom inn sem varamaður í hálfleik þegar Tékkar burstuðu Möltu 7:1. Vitezlav hefur ekki enn spilað með aðalliði Liverpool. 

Luis Díaz spilaði með Kólumbíu þegar liðið vann stórsigur 1:5 í Bandaríkjunum.

Conor Bradley var í liði Norður Íra sem steinlá 5:1 á Spáni. Conor stóð sig með miklum sóma í seinni leik Norður Íra en þeir unnu þá Andorra 2:0. Conor skoraði bæði mörkin og var besti maður vallarins.


Egyptaland spilaði tvo leiki í forkeppni HM. Fyrst unnu þeir Burkina Faso 2:1. Mohamed Salah var í liðinu. Hann spilaði líka í 1:1 jafntefli við Gínea Bissá og skoraði. Þetta var 100. landsleikur Mohamed. Markið var númer 57.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan