| Sf. Gutt

Fyrsta lánið


Fyrsti leikmaður Liverpool til að fara í lán á komandi leiktíð er skoskur landsliðsmaður. Um er að ræða Calvin Ramsay. Hann verður í láni hjá Wigan Athletic sem spilar í þriðju efstu deild. 

Calvin hefur verið mjög óheppinn með meiðsli frá því hann kom til Liverpol frá Aberdeen sumarið 2022. Hann er búinn að spila tvo leiki með aðalliði Liverpool. 

Á síðasta keppnistímabili var Calvin tvívegis lánaður. Fyrst til Preston North End og svo til Bolton Wanderers. Hann spilaði lítið vegna meiðsla.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan