| Sf. Gutt

Arne Slot boðar komu sína!


Óhætt er að segja að Arne Slot hafi boðað komu sína til Liverpool í dag. Hollendingurinn greindi þá frá því að hann verði næsti framkvæmdastjóri Liverpool. Hann gerði tilkynnti þetta á blaðamannafundi í Rotterdam.

,,Ég get staðfest að ég verði þjálfari þar á næsta tímabili. Hingað til var ég ekki að hugsa um þetta því ég hef verið að undirbúa síðasta leikinn minn hér. En núna er að koma að þessu.
Í byrjun vikunnar var ég bara að hugsa um æfingar og svoleiðis hluti. En núna er tilfinningin fyrir þessu að verða sterkari. Ég er líka svolítið seinn fyrir núna út af þessu því mig langaði til að kveðja nokkra aðila persónulega og gefa mér tíma með þeim. Aðeins meira en að taka bara í hendina á þeim. Ég veit að góður árangur hjálpar til en það er mjög gaman að finna að fólki finnst virkilega leitt að ég sé að fara."

Síðasti leikur Feyenoord á keppnistímabilinu verður á sunnudaginn þegar liðið mætir Excelsior á heimavelli. Þetta verður sem sagt síðasti leikur Arne sem framkvæmdastjóri Feyenoord. Hann hefur stjórnað liðinu síðustu þrjú keppnistímabilin.

Arne Slot hóf framkvæmdastjóraferil sinn hjá Cambuur árið 2016 og stýrði liðinu í eina leiktíð. Hann fór þá til AZ Alkmar. Hann var aðstoðarframkvæmdastjóri til að byrja með en tók við liðinu 2019. Hann var með liðið fram í desember 2020 en þá var honum vikið frá störfum vega þess að hann var í viðræðum við forráðamenn Feyenoord um að taka við þar næsta vor. Svo varð. 

Á fyrstu leiktíð sinni með Feyenoord kom Arne liðinu í úrslitaleik Sambandsdeildarinnar. Feynoord tapaði úrslitaleiknum 1:0 fyrir Roma. Liðið endaði í þriðja sæti í hollensku deildinni. Eftir leiktíðina var Arne kosinn Framkvæmdastjóri ársins í efstu deild. 

Á síðasta keppnistímabili 2022/23 gerði Arne Feyenorrd að hollenskum meisturum. Aftur var hann kosinn Framkvæmdastjóri ársins.  

Arne bætti titli í safnið seinni partinn í apríl þegar Feyenoord vann hollensku bikarkeppnina. Liðið vann NEC Nijmegen í úrslitum 1:0. Feyenoord verður í öðru sæti í efstu deild í Hollandi. PSV Eindhoven hefur tryggt sér meistaratitilinn. 

Feyenoord tilkynnti um brottför Arne Slot í dag á fréttamiðlum sínum með þessum orðum. ,,Valdatíð Arne Slot er við að enda. Njótum síðustu andartakanna."

Liverpool Football Club hefur ekki sent neitt frá sér um málið. Það gerist örugglega ekki fyrr en eftir að keppnistímabilinu lýkur. 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan