| Mummi

30 ára afmælisárshátið!

Árið 1994 tóku nokkrir velunnarar knattspyrnufélagsins Liverpool FC á Íslandi sig saman og stofnuðu stuðningsmannaklúbb félagsins hér á landi.  Það þýðir að sjálfsögðu að sá heiðurs klúbbur er 30 ára í ár og því ber að fagna.

Við höfum þegar haldið fjölskyldu afmælishátíð klúbbsins en það var gert í Minigarðinum þann 17. mars s.l. með pompi og prakt. En við ætlum að gera enn betur en það, því að 8. maí 2024 verður haldin árshátíð Liverpoolklúbbsins á Íslandi. Hún verður að þessu sinni að Hlíðarenda og vonumst við til þess að hún verði stærri en undanfarin ár. 

Gestir okkar verða fleiri en verið hafa að undaförnu, við munum fá tvo fyrrum Liverpool leikmenn til að segja okkur frá sínu lífi og sínum ferli.

Leikmennirnir eru þeir Gary McAllister sem spilaði með liðinu okkar í byrjun þessarar aldar en hefur einnig komið að þjálfun hjá Liverpool ásamt fleiri félögum.

Annar gestur okkar er engu minna nafn en það er hann Martin Skrtel. Skrtel spilaði með Liverpool á árunum 2008-2016.

Ásamt þeim verður að venju spyrillinn okkar hún Ragnhild Lund Ansnes en hún hefur fylgt gestunum okkar undanafarin ár. Með henni verður svo Kieran Molyneux, en hann hefur gert garðinn frægan með gítarinn sinn og Liverpool söngvana að vopni. 

Eins og áður verður gestum og gangandi boðið uppá að hitta knattspyrnumennina okkar, fá áritanir og myndir með þeim hjá Jóa útherja. Nákvæm tímasetning á þeim viðburði verður auglýst örlítið síðar.

Veislustjórinn okkar er Liverpoolmaður af bestu gerð, Lárus Blöndal. Lárus hefur verið að skemmta hjá Liverpool klúbbnum í nokkur ár við hin ýmsu tilefni og er algjörlega magnaður. Það leiðist engum í kringum hann. 

Hvað matinn varðar þá verður hann annars vegar smáréttir frá okkar frábæru samstarfsfélögum í Minigarðinum í forrétt. Þeir eru snillingar í slíku. Hins vegar verður aðalrétturinn frá Grillvagninum þar sem í boði verður bæði lambakjöt og kalkúnn með öllu tilheyrandi. Það verður enginn svikinn af þessum kræsingum.

Húsið verður opnað kl. 17:30 og gefst gestum þá tími til að hitta kempurnar okkar frá Liverpool og fá myndatöku með þeim. Þá verður einnig boðið uppá fordrykk að hætti Lfc á Íslandi. Þá verður einnig hægt að kaupa happadrættismiða við innganginn.

Hátíðin hefst svo kl. 19:30.

Eftir borðhald, viðtöl, söng og fleira, verður slegið í mikla dansveislu með frábærum DJ.

Miðaverð fyrir allan þennan pakka er kr. 13.990,- pr mann. Miðasala fer fram í Abler kerfinu.

Við í stjórn Liverpool klúbbsins erum afar spennt fyrir því sem koma skal og hlökkum verulega mikið til að sjá ykkur.

Kveðja,
Stjórn Liverpool klúbbsins á Íslandi.


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan