| Sf. Gutt
Óhætt er að segja að góðverki verði komið í framkvæmd í Musterinu á laugardaginn. Góður gestur verður á varamannabekk Liverpool og tekur hann þátt í stjórn liðsins.
Stjórnendur goðsagnaliðs Liverpool verða þeir Ian Rush, John Aldridge og John Barnes. Þeim til aðstoðar verður góður gestur. Um er að ræða Svíann Sven-Göran Eriksson.
Boð hans til Liverpool til að stýra liðinu kemur reyndar ekki til af góðu ef svo mætti orða hlutina. Í janúar sagði Sven frá því að hann væri kominn með ólæknandi krabbamein og ætti trúlega ekki nema um eitt ár eftir ólifað. Lengi hefur verið vitað að Sven væri mikill aðdáandi Liverpool og hann sagði einhvern tíma að hann hafi lengi átt þann draum að stýra Liverpool.
Í framhaldi af þeim sorglegu fréttum að Sven væri svona alvarlega veikur fór af stað umræða um að rétt væri að bjóða Sven til Liverpool. Luis Garcia og Robbie Fowler lögðu hugmynd um að bjóða Sven til Liverpool lið. Umræðan jókst og úr varð að forráðamenn Liverpool buðu Sven að vera einn af stjórnendum goðsagnaliðs Liverpool þegar það mætti Ajax. Jürgen Klopp bætti svo við boðið og bauð Sven að vera gestur hans á æfingasvæði Liverpool. Sannkallað góðverk og fallega hugsað.
Sven starfaði við framkvæmdastjórn frá 1977 til 2019 með litlum hléum. Hann byrjaði hjá Degerfors í Svíþjóð og endaði sem þjálfari landsliðs Filippseyja. Sven þjálfaði í tíu löndum, stýrði fjórum landsliðum og 13 félagsliðum. Hann náði víða stórgóðum árangri og vann titla í Svíþjóð, Portúgal og Ítalíu
Það verður gaman að sjá Sven-Göran taka sæti á varamannabekk Liverpool á Anfield Road á laugardaginn. Vonandi verður þetta gleðidagur fyrir Svíann. Reyndar þarf ekki að efast um að svo verði.
TIL BAKA
Góðverk fyrir góðan gest

Óhætt er að segja að góðverki verði komið í framkvæmd í Musterinu á laugardaginn. Góður gestur verður á varamannabekk Liverpool og tekur hann þátt í stjórn liðsins.
Stjórnendur goðsagnaliðs Liverpool verða þeir Ian Rush, John Aldridge og John Barnes. Þeim til aðstoðar verður góður gestur. Um er að ræða Svíann Sven-Göran Eriksson.
Boð hans til Liverpool til að stýra liðinu kemur reyndar ekki til af góðu ef svo mætti orða hlutina. Í janúar sagði Sven frá því að hann væri kominn með ólæknandi krabbamein og ætti trúlega ekki nema um eitt ár eftir ólifað. Lengi hefur verið vitað að Sven væri mikill aðdáandi Liverpool og hann sagði einhvern tíma að hann hafi lengi átt þann draum að stýra Liverpool.
Í framhaldi af þeim sorglegu fréttum að Sven væri svona alvarlega veikur fór af stað umræða um að rétt væri að bjóða Sven til Liverpool. Luis Garcia og Robbie Fowler lögðu hugmynd um að bjóða Sven til Liverpool lið. Umræðan jókst og úr varð að forráðamenn Liverpool buðu Sven að vera einn af stjórnendum goðsagnaliðs Liverpool þegar það mætti Ajax. Jürgen Klopp bætti svo við boðið og bauð Sven að vera gestur hans á æfingasvæði Liverpool. Sannkallað góðverk og fallega hugsað.
Sven starfaði við framkvæmdastjórn frá 1977 til 2019 með litlum hléum. Hann byrjaði hjá Degerfors í Svíþjóð og endaði sem þjálfari landsliðs Filippseyja. Sven þjálfaði í tíu löndum, stýrði fjórum landsliðum og 13 félagsliðum. Hann náði víða stórgóðum árangri og vann titla í Svíþjóð, Portúgal og Ítalíu
Það verður gaman að sjá Sven-Göran taka sæti á varamannabekk Liverpool á Anfield Road á laugardaginn. Vonandi verður þetta gleðidagur fyrir Svíann. Reyndar þarf ekki að efast um að svo verði.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Síðasti grannaslagurinn á Goodison Park! -
| Sf. Gutt
Vonlaust mál! -
| Sf. Gutt
Skammarlegt tap! -
| Sf. Gutt
Allt jákvætt! -
| Sf. Gutt
Mikil tilhlökkun í Plymouth -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Liverpool og Newcastle United mætast í úrslitum! -
| Sf. Gutt
Í úrslit annað árið í röð! -
| Sf. Gutt
Spáð í spilin -
| Sf. Gutt
Trent meiddur
Fréttageymslan