| Sf. Gutt

Leikjatilfærslur


Búið er að raða niður deildarleikjum Liverpool sem eiga að fara fram í mars. Um er að ræða fjóra leiki. Að auki leikur Liverpool tvo leiki í Evrópudeildinni en ekki liggur fyrir hvaða liði Liverpool mætir. 

Fyrsti leikur Liverpool í mars er á útivelli við Nottingham Forest. Sá leikur fer fram á venjulegum leiktíma eða klukkan þrjú laugardaginn 3. mars. 


Næsti deildarleikur er við Manchester City á Anfield Road og fer hann fram sunnudaginn 10. mars. Leikurinn hefst klukkan stundarfjórðung í fjögur. 

Sunnudaginn eftir, 17. mars mætir Liverpool Everton á Goodison Park. Sá leikur hefst klukkan tvö. Leikurinn gæti frestast ef Liverpool kemst áfram í átta liða úrslit í FA bikarnum.

Eftir þessa leiki er landsleikjahlé. Meðal annars verður umspil fyrir Evrópukeppni landsliða á dagskrá.

Liverpool á svo heimaleik við Brighton and Hove Albion sunnudaginn 31. mars. Sá leikur hefst klukkan tvö. 

Tekið skal fram að tímasetningar eru að íslenskum tíma. Í lok mars verður kominn sumartími á Englandi. Leikurinn við Brighton verður því klukkan eitt að enskum tíma. 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan