Enn fjölgar á Anfield!

Á leiknum á móti Burnley í dag fjölgaði enn á Anfield Road. Þá voru ný sæti í Anfield Road end stúkunni tekin í notkun. Á leiknum við Burnley töldust 59.896 áhorfendur.
Á móti Manchester United í desember var efri hluti nýju stúkunnar opnaður í fyrsta sinn. Á þeim leik voru 57.158 áhorfendur. Mesti fjöldi fyrir daginn í dag var gegn Arsenal á Þorláksmessu en þá voru 57.548 áhorfendur. Í dag bættist svo enn við í nýju stúkunni. Enn hafa ekki öll sæti verið tekin í noktun. Þegar öll stúkan verður fullskipuð fer fjöldinn yfir 60.000 þúsund.

Áhorfendafjöldinn á móti Burnley var nýtt met fyrir deildarleik á Anfield. Gamla metið var frá þriðja degi jóla 1949. Þá komu 58.757 áhorfendur til að horfa á leik Liverpool og Chelsea. Leiknum lauk með 2:2 jafntefli. Mesti fjöldi í sögu Liverpool er 61.276 áhorfendur.
Á efstu myndinni má sjá Luis Díaz skora í 3:1 sigri Liverpool. Í baksýn sést vel í nýju stúkuna.
-
| Sf. Gutt
Jeremine Frimpong meiddur -
| Sf. Gutt
Vildi sýna öllum virðingu -
| Sf. Gutt
Alisson meiddur -
| Sf. Gutt
Curtis með met! -
| Sf. Gutt
Stórsigur í Þýskalandi! -
| Sf. Gutt
Ryan Gravenberch meiddur -
| Sf. Gutt
Meiðslafréttir -
| Sf. Gutt
Jafnt í fyrsta leik ársins -
| Sf. Gutt
Matt Beard borinn til grafar -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu

