| Sf. Gutt

Liverpool áfram í Unglingabikarnum!


Unglingalið Liverpool heldur áfram á sömu braut í Unglingabikarnum. Liðið komst áfram í gær með góðum 3:0 sigri á Fulham í Liverpool. Liðið raðar inn mörkum og hefur skorað tíu mörk í síðustu tveimur leikjum. Í síðustu umferð burstaði Liverpool Arsenal 7:1. Sigurinn kom Liverpool í átta liða úrslit. 

Fulham spilaði betur í fyrri hálfleik og Liverpool slapp vel með að ekkert hafði verið skorað þegar flautað var til leikhlés. Liverpool tók völdin í síðari hálfleik. Lewis Koumas skoraði fyrsta markið og nokkrum andartökum seinna bætti Kieran Morrison við forystuna. Jayden Danns innsiglaði svo góðan sigur. 

Liverpool: Misciur, Davidson, Pinnington, Pitt, Nallo, Laffey (K. Kelly 78. mín.), Kone-Doherty, Morrison, Danns (Pennington 90+1. mín.), Nyoni og Koumas. Ónotaðir varamenn: Morana, Enahoro-Marcus, Giblin, Gyimah og Figueroa.

Hér má sjá myndir úr leiknum.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan