| Sf. Gutt
Það hefur gengið upp og niður síðustu vikurnar hjá kvennaliðinu. Nú líður að vetrarfríi. Það eru aðeins þrír leikir eftir fram að hléinu sem stendur fram í seinni hluta janúar.
Liverpool mætti Leicester City fyrir mánuði og vann góðan 2:1 heimasigur. Þessum leik fylgdi annar heimaleikur. Liverpool mætti þá Manchester City í Deildarbikarnum. Sá leikur tapaðist 3:4.
Um miðjan nóvember mætti Liverpool Tottenham Hotspur. liðin skildu jöfn 1:1. Næsti leikur var líka í London en hann fór illa. Liverpool tapaði 5:1 fyrir Chelsea sem er ríkjandi Englandsmeistari. Reyndar hefur Chelsea unnið deildina síðustu fjórar leiktíðir. Liðið hefur svo unnið FA bikarinn síðustu þrjú árin. Næsti leikur var í Deildarbikarnum. Hann tapaðist 0:1 á heimavelli. Mótherjinn var Manchester United. Liverpool á eftir að spila við Everton í keppninni en er úr leik.
Síðasti leikur Liverpool fyrir yfirstandandi landsleikjahlé var heimaleikur á móti Brighton. Leikurinn fór á besta veg og Liverpool vann stórsigur 4:0! Gemma Bonner skoraði fyrsta markið í leiknum. Þetta var einmitt leikurinn sem hún setti leikjamet fyrir Liverpool í.
Kvennalið Liverpool er sem stendur í fimmta sæti af 12 liðum með 14 stig. Chelsea leiðir deildina með 22 stig.
TIL BAKA
Af kvennaliðinu
Það hefur gengið upp og niður síðustu vikurnar hjá kvennaliðinu. Nú líður að vetrarfríi. Það eru aðeins þrír leikir eftir fram að hléinu sem stendur fram í seinni hluta janúar.
Liverpool mætti Leicester City fyrir mánuði og vann góðan 2:1 heimasigur. Þessum leik fylgdi annar heimaleikur. Liverpool mætti þá Manchester City í Deildarbikarnum. Sá leikur tapaðist 3:4.
Um miðjan nóvember mætti Liverpool Tottenham Hotspur. liðin skildu jöfn 1:1. Næsti leikur var líka í London en hann fór illa. Liverpool tapaði 5:1 fyrir Chelsea sem er ríkjandi Englandsmeistari. Reyndar hefur Chelsea unnið deildina síðustu fjórar leiktíðir. Liðið hefur svo unnið FA bikarinn síðustu þrjú árin. Næsti leikur var í Deildarbikarnum. Hann tapaðist 0:1 á heimavelli. Mótherjinn var Manchester United. Liverpool á eftir að spila við Everton í keppninni en er úr leik.
Síðasti leikur Liverpool fyrir yfirstandandi landsleikjahlé var heimaleikur á móti Brighton. Leikurinn fór á besta veg og Liverpool vann stórsigur 4:0! Gemma Bonner skoraði fyrsta markið í leiknum. Þetta var einmitt leikurinn sem hún setti leikjamet fyrir Liverpool í.
Kvennalið Liverpool er sem stendur í fimmta sæti af 12 liðum með 14 stig. Chelsea leiðir deildina með 22 stig.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Dagurinn sem breytti Liverpool F.C.! -
| Sf. Gutt
Vera með í baráttunni fram í janúar! -
| Sf. Gutt
Ekki spá í treyjunar! -
| Sf. Gutt
Fágætt afrek hjá Caoimhin Kelleher! -
| Sf. Gutt
Evrópumeistararnir teknir í gegn! -
| Sf. Gutt
Það styttist í sigur! -
| Sf. Gutt
Mohamed tryggði sigur! -
| Sf. Gutt
Adam ekki búinn á því! -
| Sf. Gutt
Vopnahlésdagurinn -
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu
Fréttageymslan