| Sf. Gutt
Óhætt er að segja að sjónvarpsdómararuglið á heimavelli Tottenham um helgina hafi dregið dilk á eftir sér. Fjölmargir hafa gagnrýnt framkvæmd leiksins harðlega enda full ástæða til.
Liverpool Football Club sendi líka frá sér yfirlýsingu þar sem meðal annars kom fram gagnrýni á þau ,,mannlegu mistök" sem um var kennt af hálfu dómarasamtakanna. Í yfirlýsingunni var bent á að sjónvarpsdómgæslan hefði átt að draga úr hinu mikla álagi sem er á dómurum knattspyrnuleikja en raunin hefði nú kannski orðið önnur. Alla vega í atvikinu sem vísað var til í leik Tottenham og Liverpool. Eins var bent á nauðsyn þess að nægur tími væri gefinn til að skera úr um atvik og að allt væri upp á borðinu í þessu máli sem öðrum af þessu tagi. Þar er vísað til þess að upplýsingagjöf frá dómurum hefur gjarnan verið mjög takmörkuð í kjölfar umdeildra atvika.
Mörgum fannst yfirlýsing Liverpool F.C. harðorð. En eftir svona afrifarík mistök er ekki annað hægt fyrir Liverpool, sem er þolandi í málinu, að kveða fast að orði. Sem hefur nú verið gert. Fari svo að yfirlýsingin dragi dilk á eftir sér verður bara svo að vera!
TIL BAKA
Dregur dilk á eftir sér!

Óhætt er að segja að sjónvarpsdómararuglið á heimavelli Tottenham um helgina hafi dregið dilk á eftir sér. Fjölmargir hafa gagnrýnt framkvæmd leiksins harðlega enda full ástæða til.

Liverpool Football Club sendi líka frá sér yfirlýsingu þar sem meðal annars kom fram gagnrýni á þau ,,mannlegu mistök" sem um var kennt af hálfu dómarasamtakanna. Í yfirlýsingunni var bent á að sjónvarpsdómgæslan hefði átt að draga úr hinu mikla álagi sem er á dómurum knattspyrnuleikja en raunin hefði nú kannski orðið önnur. Alla vega í atvikinu sem vísað var til í leik Tottenham og Liverpool. Eins var bent á nauðsyn þess að nægur tími væri gefinn til að skera úr um atvik og að allt væri upp á borðinu í þessu máli sem öðrum af þessu tagi. Þar er vísað til þess að upplýsingagjöf frá dómurum hefur gjarnan verið mjög takmörkuð í kjölfar umdeildra atvika.
Mörgum fannst yfirlýsing Liverpool F.C. harðorð. En eftir svona afrifarík mistök er ekki annað hægt fyrir Liverpool, sem er þolandi í málinu, að kveða fast að orði. Sem hefur nú verið gert. Fari svo að yfirlýsingin dragi dilk á eftir sér verður bara svo að vera!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Trent heldur á braut -
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Sf. Gutt
Njótum stundarinnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir!
Fréttageymslan