| Sf. Gutt

Mistök viðurkennd!


Enska dómarasambandið viðurkenndi mistök sín eftir leik Tottenham Hotspur og Liverpool. Það gerir svo sem lítið annað en að staðfesta þá vanhæfni sem allir urðu vitni að. 

Dómari leiksins dæmdi markið sem Luis Díaz skoraði í fyrri hálfleik af eftir að línuvörður lyfti flaggi sínu til merkis um rangstæðu. Þegar markið var endursýnt í sjónvarpi sáu allir, og þurfti varla endursýningu til, að Luis var ekki rangstæður. Dómararnir sem voru við sjónvarpsskjáinn gripu ekki inn í aðburðarásina og því var rangur dómur staðfestur. Þetta átti auðvitað aldrei að geta gerst en gerðist samt!

Enn og aftur bregst sjónvarpsdómgæslan á Englandi. Reyndar voru það dómarar inni á vellinum sem dæmdu rangt en það átti að aðstoða þá. Til þess var þessi sjónvarpsdómgæsla tekin upp. Óboðleg vinnubrögð. Reyndar var af nógu að taka í þeim efnum í þessum leik!

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan