| Sf. Gutt

Trent ekki tilbúinn


Trent Alexander-Arnold er ekki tilbúinn til leiks og missir af leik Liverpool á morgun. Hann tognaði aftan í læri þegar Liverpool vann Aston Villa fyrir landsleikjahlé. Tognunin var ekki sem verst en allt tekur sinn tíma. 

Það er þó ekki ýkja langt í að hann verði leikfær. Hugsanlega verður hann tilbúinn í slaginn um næstu helgi. Mestu skiptir þó að hann nái sér fullkomlega af þessum meiðslum.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan