Öruggur sigur!
Sama og síðast takk! Það væri ekki amalegt að fá heimasigur á móti Aston Villa eins og á síðasta keppnistímabili. Liverpool vann þá 3:0.
Liverpool var sterkari aðilinn allan tímann. Fyrsta markið kom á 3. mínútu. Trent Alexander-Arnold tók hornspyrnu frá hægri. Boltinn fleug beint til Dominik Szoboszlai sem var utan við vítateiginn vinstra megin. Hann fékk boltann á vinstri fótinn og hamraði hann viðstöðulaust á lofti út í hliðarnetið fjær. Ungverjinn hefði ekki getað hitt boltann betur. Með allra fallegustu mörkum!
Á 22. mínútu bætti Liverpool við marki. Trent sendi fram hægri kantinn af eigin vallarhelmingi á Mohamed Salah. Hann lék inn í vítateiginn og gaf fyrir markið á Darwin Núnez sem hamraði boltann í stöngina af stuttu færi. Af stönginni þeyttist boltinn í Matty Cash og af honum i eigið mark. Matty átti enga möguleika á að forðast boltann.
Liverpool hefði getað komist í 3:0. Aftur var sent fram á Mohamed. Darwin tók boltann því Mohamed virtist rangstæður. Þeir léku svo saman við vítateiginn og Darwin komst í færi við markteigshornið. Hann kom boltanum yfir markmanninn en boltinn fór í þverslá. Góð staða í hálfleik.
Aston Villa fékk gott færi á 48. mínútu. Matty fékk þá tækifæri til að bæta fyrir sjálfsmarkið. Hann náði föstum skalla eftir Lucas Digne frá vinstri en Alisson Becker varði vel. Hinu megin hefði Liverpool átt að skora mínútu seinna. Mohamed slapp fram kantinn og gaf fyrir en Darwin náði ekki að stýra boltanum í markið af stuttu færi við fjærstöngina. Liverpool bætti úr með því að komast í 3:0 á 55. mínútu. Andrew Robertson tók horn frá vinstri. Hann hitti á Darwin sem skallaði boltann í átt að markinu. Boltinn féll fyrir fætur Mohamed sem skoraði af örstuttu færi við fjærstöngina.
Liverpool gerði í raun út um leikinn með þessu marki. Trent braust frá á 69. mínútu og skaut utan vítateigs. Boltinn fór rétt yfir. Tíðindalítið var til leiksloka. Stuðningsmenn Liverpool fögnuðu í leikslok og fór glaðir heim í sólinnin.
Liverpool hafði fullkomin völd á leiknum frá upphafi til loka leiksins og vann öruggan sigur. Stórgóður leikur hjá öllu liðinu!
Mörk Liverpool: Dominik Szoboszlai (3. mín.), Matty Cash, sm, (22. mín.) og Mohamed Salah (55. mín.).
Gult spjald: Boubacar Kamara.
Áhorfendur á Anfield Road: 50.109.
Jürgen Klopp: ,,Topp leikur og sá besti í nokkurn tíma. Ég man ekki hvenær við vorum svona sannfærandi síðast. Þetta var virkilega góður leikur bæði í sókn og vörn."
Maður leiksins: Trent Alexander Arnold var frábær. Hann átt hverja snilldarsendinguna á fætur annarri fram á félaga sína.
Fróðleikur
- Dominik Szoboszlai skoraði fyrsta mark sitt fyrir Liverpool.
- Mohamed Salah skoraði þriðja mark sitt á leiktíðinni.
- Þetta var 150. leikurinn sem Mohamed skorar í fyrir Liverpool.
- Þetta var tíundi deildarsigur Liverpool á Aston Villa í síðustu 12 leikjum.
- Jürgen Klopp stýrði Liverpool í 300. sinn á heimavelli í deildinni.
-
| Sf. Gutt
Af samningamálum Mohamed Salah -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Sf. Gutt
Grannarimmunni frestað! -
| Sf. Gutt
Síðasti grannaslagurinn á Goodison Park! -
| Sf. Gutt
Jafntefli í ótrúlegum leik! -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Nýt hverrar mínútu hérna! -
| Sf. Gutt
Darwin tryggði sigur í blálokin! -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Uppskrift að Evrópukvöldi!