| Sf. Gutt
TIL BAKA
Hvað gerist? - Uppfært í dag og fram á kvöld!
Í kvöld verður lokað fyrir félagskipti knattspyrnumanna. Eins og vant er verður fylgst með gangi mála hér á Liverpool.is.
23:30. Búið er að loka fyrir félagaskipti. Ryan Gravenberch bættist í liðshópinn í dag. Liverpool hefur þar með keypt fjóra miðjumenn í sumar. Miðjan hjá Liverpool hefur með þessum kaupum verið endurnýjuð. Ekkert varð af miðvarðarkaupum. Það var reyndar verra.
22:00. Miðjumaðurinn ungi Tyler Morton var í kvöld lánaður til Hull City. Hann var í láni hjá Blackburn Rovers á síðustu leiktíð og vegnaði honum mjög vel þar.
21:00. Ryan Gravenberch er orðinn leikmaður Liverpool. Hollenski miðjumaðurinn var keyptur frá Bayern Munchen fyrir 34 milljónir sterlingspunda.
19:00. Ekkert fréttist af kaupum á miðverði. Flestir stuðningsmenn Liverpool telja að miðvörð vanti í liðshópinn. Ofan á allt var Natahniel Phillips svo lánaður.
18:00. Tilkynnt var um lán á tveimur ungliðum fyrr í dag. Luca Stephenson var lánaður til Barrow og James Norris fór í lán til Tranmere Rovers. Fyrr í mánuðinum var Max Woltman lánaður til Oxford United.
17:00. Liverpool hefur hafnað risatilboði í Mohamed Salah frá Al-Ittihad í Sádi Arabíu. Samkvæmt frétt Liverpool Echo var tilboðið upp á 150 milljónir sterlingspunda!
15:00. Það er alltaf gaman að sjá um vistaskipti fyrrum leikmanna Liverpool. Andy Carroll er kominn til Frakklands og leikur með Amiens það sem eftir er leiktíðar. Liðið er í næst efstu deild. Hann var síðast hjá Reading.
11:00. Jürgen Klopp sagði á blaðamannafundi í morgun að Mohamed Salah væri ekki til sölu. Hann sagði ekkert tilboð hafa borist í hann. Samkvæmt sumum fjölmiðlum á að vera mikill áhugi fyrir Mohamed í Sádi Arabíu.
9:00. Miðvörðurinn Natahniel Phillips hefur verið lánaður til Celtic. Lánssamningurinn gildir til áramóta.
6:00. Liverpool hefur keypt Alexis Mac Allister, Dominik Szoboszlai og Wataru Endo í sumar. Reiknað er með að Ryan Gravenberch bætist í þann hóp áður en þessi dagur líður.
Jordan Henderson, James Milner, Roberto Firmino, Fabinho Tavarez, Naby Keita og Alex Oxlade-Chamberlain yfirgáfu Liverpool núna í sumar. Að auki héldu nokkrir ungliðar á braut.
Hér að ofan er farið yfir stöðuna hvað kaup og sölur varðar eins og hún er núna. Liverpool hefur keypt þrjá miðjumenn það sem af er sumri. Útlit er á einum í viðbót í dag.
23:30. Búið er að loka fyrir félagaskipti. Ryan Gravenberch bættist í liðshópinn í dag. Liverpool hefur þar með keypt fjóra miðjumenn í sumar. Miðjan hjá Liverpool hefur með þessum kaupum verið endurnýjuð. Ekkert varð af miðvarðarkaupum. Það var reyndar verra.

22:00. Miðjumaðurinn ungi Tyler Morton var í kvöld lánaður til Hull City. Hann var í láni hjá Blackburn Rovers á síðustu leiktíð og vegnaði honum mjög vel þar.
21:00. Ryan Gravenberch er orðinn leikmaður Liverpool. Hollenski miðjumaðurinn var keyptur frá Bayern Munchen fyrir 34 milljónir sterlingspunda.
19:00. Ekkert fréttist af kaupum á miðverði. Flestir stuðningsmenn Liverpool telja að miðvörð vanti í liðshópinn. Ofan á allt var Natahniel Phillips svo lánaður.
18:00. Tilkynnt var um lán á tveimur ungliðum fyrr í dag. Luca Stephenson var lánaður til Barrow og James Norris fór í lán til Tranmere Rovers. Fyrr í mánuðinum var Max Woltman lánaður til Oxford United.
17:00. Liverpool hefur hafnað risatilboði í Mohamed Salah frá Al-Ittihad í Sádi Arabíu. Samkvæmt frétt Liverpool Echo var tilboðið upp á 150 milljónir sterlingspunda!

15:00. Það er alltaf gaman að sjá um vistaskipti fyrrum leikmanna Liverpool. Andy Carroll er kominn til Frakklands og leikur með Amiens það sem eftir er leiktíðar. Liðið er í næst efstu deild. Hann var síðast hjá Reading.

11:00. Jürgen Klopp sagði á blaðamannafundi í morgun að Mohamed Salah væri ekki til sölu. Hann sagði ekkert tilboð hafa borist í hann. Samkvæmt sumum fjölmiðlum á að vera mikill áhugi fyrir Mohamed í Sádi Arabíu.

9:00. Miðvörðurinn Natahniel Phillips hefur verið lánaður til Celtic. Lánssamningurinn gildir til áramóta.

6:00. Liverpool hefur keypt Alexis Mac Allister, Dominik Szoboszlai og Wataru Endo í sumar. Reiknað er með að Ryan Gravenberch bætist í þann hóp áður en þessi dagur líður.

Jordan Henderson, James Milner, Roberto Firmino, Fabinho Tavarez, Naby Keita og Alex Oxlade-Chamberlain yfirgáfu Liverpool núna í sumar. Að auki héldu nokkrir ungliðar á braut.
Hér að ofan er farið yfir stöðuna hvað kaup og sölur varðar eins og hún er núna. Liverpool hefur keypt þrjá miðjumenn það sem af er sumri. Útlit er á einum í viðbót í dag.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Trent heldur á braut -
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Sf. Gutt
Njótum stundarinnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir!
Fréttageymslan