| Sf. Gutt
Curtis Jones tryggði enska undir 21. árs landsliðinu Evrópumeistaratitil á laugardagskvöldið. Hann var valinn í úrvalsliðlið mótsins.
Englendingar unnu úrslitaleikinn sem var við Spánverja 1:0 í Georgíu. Curtis skoraði markið í viðbótartíma fyrri hálfleiks. Cole Palmer, leikmaður Manchester City, tók aukaspyrnu sem breytti stefnu af Curtis og hafnaði í markinu. Í viðbótartíma fengu Spánverjar vítaspyrnu en James Trafford, sem leikur með Manchester City tryggði Evróputitilinn með því að verja frá Abel Ruiz!
Curtis Jones lék allan leikinn og var valinn besti maður vallarins. Hann var líka kjörinn Maður leiksins í undanúrslitunum þegar England vann Ísrael 3:0. Harvey Elliott kom inn á sem varamaður í báðum þessum leikjum. Curtis var fimm sinnum í byrjunarliði Englands á mótinu. Harvey tók líka þátt í fimm leikjum. Hvor um sig skoraði eitt mark.
Curtis var valinn í úrvalslið keppninnar. Þetta var fyrsti Evróputitill Englands í þessum aldursflokki frá 1984.
TIL BAKA
Curtis Jones tryggði Evrópumeistaratitil!

Curtis Jones tryggði enska undir 21. árs landsliðinu Evrópumeistaratitil á laugardagskvöldið. Hann var valinn í úrvalsliðlið mótsins.
Englendingar unnu úrslitaleikinn sem var við Spánverja 1:0 í Georgíu. Curtis skoraði markið í viðbótartíma fyrri hálfleiks. Cole Palmer, leikmaður Manchester City, tók aukaspyrnu sem breytti stefnu af Curtis og hafnaði í markinu. Í viðbótartíma fengu Spánverjar vítaspyrnu en James Trafford, sem leikur með Manchester City tryggði Evróputitilinn með því að verja frá Abel Ruiz!

Curtis Jones lék allan leikinn og var valinn besti maður vallarins. Hann var líka kjörinn Maður leiksins í undanúrslitunum þegar England vann Ísrael 3:0. Harvey Elliott kom inn á sem varamaður í báðum þessum leikjum. Curtis var fimm sinnum í byrjunarliði Englands á mótinu. Harvey tók líka þátt í fimm leikjum. Hvor um sig skoraði eitt mark.
Curtis var valinn í úrvalslið keppninnar. Þetta var fyrsti Evróputitill Englands í þessum aldursflokki frá 1984.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Diogo Jota látinn -
| Sf. Gutt
Af EM -
| Sf. Gutt
Bara Real Madrid! -
| Sf. Gutt
Þrír Evrópumeistarar! -
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður -
| Sf. Gutt
Milos Kerkez kominn til Liverpool -
| Sf. Gutt
Nathaniel Phillips heldur á braut -
| Sf. Gutt
Skjaldarleikurinn liggur fyrir! -
| Sf. Gutt
Florian Wirtz keyptur fyrir metfé!
Fréttageymslan