| Sf. Gutt
Keppni í Stórdeild kvenna á Englandi er lokið. Liverpool hélt sínu sæti í deildinni af öryggi. Vonandi verður liðið enn sterkara á komandi leiktíð.
Liverpool tapaði þremur af síðustu fimm leikjum sínum. Liðið gerði eitt jafntefli og vann einn. Það var mjög góður 2:1 sigur á Manchester City sem var í toppbaráttunni. Í síðustu umferð tapaði Liverpool 0:1 heima fyrir Manchester United.
Liverpool endaði í sjöunda sæti af 12 liðum. Liðið hlaut 23 stig í 22 leikjum. Chelsea varð Englandsmeistari með 58 stig. Manchester United var tveimur stigum á eftir. Chelsea gerði gott betur því liðið vann Tvennu eftir að hafa unnið FA bikarinn með 1:0 sigri á Manchester United. Arsenal vann Deildarbikarinn.
Lið Liverpool var nýliði í efstu deild eftir að hafa unnið næst efstu deildina fyrir ári. Það má því segja að liðið hafi komið nokkuð vel út á þessu keppnistímabili. Liðið ætti að geta verið enn betra á komandi leiktíð. Vonandi verður svo!
TIL BAKA
Af kvennaliðinu

Keppni í Stórdeild kvenna á Englandi er lokið. Liverpool hélt sínu sæti í deildinni af öryggi. Vonandi verður liðið enn sterkara á komandi leiktíð.
Liverpool tapaði þremur af síðustu fimm leikjum sínum. Liðið gerði eitt jafntefli og vann einn. Það var mjög góður 2:1 sigur á Manchester City sem var í toppbaráttunni. Í síðustu umferð tapaði Liverpool 0:1 heima fyrir Manchester United.
Liverpool endaði í sjöunda sæti af 12 liðum. Liðið hlaut 23 stig í 22 leikjum. Chelsea varð Englandsmeistari með 58 stig. Manchester United var tveimur stigum á eftir. Chelsea gerði gott betur því liðið vann Tvennu eftir að hafa unnið FA bikarinn með 1:0 sigri á Manchester United. Arsenal vann Deildarbikarinn.
Lið Liverpool var nýliði í efstu deild eftir að hafa unnið næst efstu deildina fyrir ári. Það má því segja að liðið hafi komið nokkuð vel út á þessu keppnistímabili. Liðið ætti að geta verið enn betra á komandi leiktíð. Vonandi verður svo!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Álfumet hjá Mohamed Salah! -
| Sf. Gutt
Ibrahima Konaté ekki til Íslands -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Goðsagnirnar unnu! -
| Sf. Gutt
Hefði betur þagað! -
| Sf. Gutt
Minningarorð Jürgen Klopp -
| Sf. Gutt
Það var fyrir tíu árum! -
| Sf. Gutt
Hefur engar áhyggjur af Florian!
Fréttageymslan