| Sf. Gutt

Landsleikjafréttir

Undankeppni fyrir Evrópukeppni landsliða er komin í gang. Landsliðsmenn Liverpool hafa verið á ferð og flugi undanfarna daga. 

Í gær unnu Skotar 3:0 sigur á Kýpur í Glasgow. Andrew Robertson lagði upp tvö af mörkunum. 

Undir 21. árs lið Englands vann Frakkland 4:0. Curtis Jones og Harvey Elliott voru í enska liðinu. Curtis skoraði og átti stoðsendingu.   


Á föstudaginn vann silfurlið Frakklands stórsigur 4:0 á Hollandi í París. Ibrahima Konate var í byrjunarliði Frakka. Virgil van Dijk var fyrirliði Hollands. Cody Gakpo var ekki með vegna þess að hann fékk sýkingu ásamt nokkrum fleiri félögum sínum. 

Kostas Tsimikas var í liði Grikklands sem vann Gíbraltar 3:0.


Á fimmtudaginn vann Norður Írland 0:2 sigur á San Mariono. Conor Bradley var í liði Norður Íra. 

Jordan Henderson var varamaður þegar England vann 1:2 útisigur á Ítalíu. Hary Kane, framherji Tottenham, setti landsliðsmarkamet fyrir England með 54 landsliðsmarki sínu. Declan Rice, leikmaður West Ham United skoraði fyrra mark Englands.

Portúgal vann Liechtenstein 4:0. Diogo Jota var varamaður allan leikinn.

Mohamed Salah skoraði og lagði upp mark þegar Egyptar unnu Malaví 2:0. Mark Mohamed var 50. mark hans fyrir Faraóana eins og landsliðið er kallað. Þessi leikur var í forkeppni Afríkumótsins. 

Naby Keita spilaði með Gíneu sem vann Eþíópíu 2:0. 

Á miðvikudaginn vann Írland Lettland 3:2 í vináttuleik.  Caoimhin Kelleher varði mark Íra. 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan