| Sf. Gutt

Goðsagnaleikur í uppsiglingu


Síðustu keppnistímabil hafa goðsagnir Liverpool mætt goðsögnum annarra liða. Nú í lok mars koma goðsagnir stórliðs í heimsókn til Liverpool. 

Laugardaginn 25. mars mætast sem sagt goðsagnir Liverpool og Celtic. Ekki þarf að efa að leikurinn verður vel sóttur því stuðningsmenn Celtic eru ekki vanir að sitja heima þegar liðið þeirra er á ferðinni. Engu skiptir þó um sé að ræða eldri leikmenn liðsins. 


Kenny Dalglish stjórnar liði Liverpool gegn liðinu sem hann hóf feril sinn hjá. Sem dæmi þá verða Jerzy Dudek, Sander Westerveld, Daniel Agger, Martin Skrtel, Ragnar Klavan, Gregory Vignal, Jamie Carragher og Fabio Aurelio í liði Liverpool. 

Á síðustu árum hafa goðsagnir Liverpool leikið gegn liðum á borð við Bayern Munchen, Real Madrid, AC Milan, Barcelona og Manchester United á Anfield Road. Milljónir sterlingspunda hafa safnast til góðagerðarmála í gegnum þessa leiki. 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan