| Sf. Gutt

Öruggur sigur í æfingaleik


Liverpool vann í dag öruggan sigur í æfingaleik í Dúbaí. Liverpool spilaði mjög vel og bætti leik sinn mikið frá tapinu fyrir Lyon á dögunum.


Liverpool fékk óskabyrjun eins og á móti Lyon. Liverpool skoraði á fyrstu mínútunni í þeim leik en nú kom fyrsta mark leiksins á 4. mínútu þegar Mohamed Salah skoraði eftir að  Joël Matip hafði tekið rispu fram völlinn. AC Milan jafnaði á 29. mínútu þegar Alexis Salemaekers jafnaði metin. Liverpool komst yfir fjórum mínútum fyrir hlé þegar Thiago Alcântara skoraði með góðu skoti frá vítateig. 

Liverpool gerði engar breytingar í hálfleik en á 59. mínútu voru gerðar sjö skiptingar. Seinna voru gerðar fjórar skiptingar í viðbót. Darwin Núñez var einn þeirra sem komu til leiks í fyrri skiptingunum. Hann var mjög góður og á 82. mínútu skoraði hann eftir frábæra sendingu frá ungliðanum Bobby Clark sem gaf fram frá eigin vallarhelmingi. Darwin skoraði svo aftur þegar tvær mínútur voru eftir. Unglingurinn Ben Doak lagði það mark upp. Skotinn var áður búinn að skjóta í stöng. 

Eftir leik var farið í vítaspyrnukeppni sem AC Milan vann 4:3. Kostas Tsimikas og Naby Keita tóku fyrstu tvær spyrnur Liverpool en það var varið frá þeim báðum. Fabio Carvalho, Bobby Clark og Darwin Núñez skoruðu úr næstu þremur. Adián San Miguel varði eina spyrnu AC Milan.

Divock Origi var ekki í liðshópi AC Milan. Hann hefur ekki náð sér á strik hjá ítalska liðinu ennþá sem komið er. 

Mjög góður sigur sem ætti að hressa menn eftir tapið fyrir Lyon. Liverpool leikur við Manchester City í Deildarbikarnum daginn fyrir Þorláksmessu. 

Liverpool: Kelleher, Milner, Matip, Gomez, Robertson, Elliott, Bajcetic, Thiago, Salah, Firmino og Oxlade-Chamberlain. Varamenn: Adrián, Tsimikas, Keita, Carvalho, Núñez, Frauendorf, Phillips, Corness, Clark, Quansah og Doak. Ónotaðir varamenn. Davies, Cain og Chambers. 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan