| Sf. Gutt
Það er orðið langt um liðið frá því tveir leikmenn frá Liverpool hafa verið á sama tíma í skoska landsliðinu. En nú ber svo við að Liverpool á tvo leikmenn í liðshópnum. Þetta eru þeir Andrew Robertson og Calvin Ramsay. Báðir voru valdir í landslið Skotlands um daginn sem lék vináttuleik í Tyrklandi á miðvikudaginn.
Tyrkir unnu 2:1. Ozan Kabak, fyrrum lánsmaður Liverpool og Cengiz Under skoruðu fyrir Tyrkland. John McGinn, leikmaður Aston Villa skoraði mark Skota. Ozan spilar núna með þýska liðinu Hoffenheim.
Andrew var fyrirliði að venju og lék allan leikinn. Calum kom til leiks snemma í síðari hálfleik og lék þar með sinn fyrsta landsleik.
Þess má svo geta að Ben Doak lék sinn fyrsta leik með undir 21. árs liði Skotlands. Liðið mætti Íslandi í vináttuleik á fimmtudaginn. Skotar máttu þola tap 1:2 á heimavelli. Ben, sem varð 17 ára á dögunum, lagði upp mark Skota og þótti spila mjög vel.
TIL BAKA
Tveir í skoska landsliðinu

Það er orðið langt um liðið frá því tveir leikmenn frá Liverpool hafa verið á sama tíma í skoska landsliðinu. En nú ber svo við að Liverpool á tvo leikmenn í liðshópnum. Þetta eru þeir Andrew Robertson og Calvin Ramsay. Báðir voru valdir í landslið Skotlands um daginn sem lék vináttuleik í Tyrklandi á miðvikudaginn.

Tyrkir unnu 2:1. Ozan Kabak, fyrrum lánsmaður Liverpool og Cengiz Under skoruðu fyrir Tyrkland. John McGinn, leikmaður Aston Villa skoraði mark Skota. Ozan spilar núna með þýska liðinu Hoffenheim.


Andrew var fyrirliði að venju og lék allan leikinn. Calum kom til leiks snemma í síðari hálfleik og lék þar með sinn fyrsta landsleik.
Þess má svo geta að Ben Doak lék sinn fyrsta leik með undir 21. árs liði Skotlands. Liðið mætti Íslandi í vináttuleik á fimmtudaginn. Skotar máttu þola tap 1:2 á heimavelli. Ben, sem varð 17 ára á dögunum, lagði upp mark Skota og þótti spila mjög vel.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Endurtekið efni! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Kostas Tsimikas gerir nýjan samning -
| Sf. Gutt
Áfram í undanúrslit! -
| Sf. Gutt
Sterkur sigur! -
| Sf. Gutt
Thiago ennþá meiddur -
| Sf. Gutt
Jürgen Klopp setur nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Evrópuvegferð Liverpool byrjaði vel! -
| Sf. Gutt
Gerum allt sem við getum til að vinna! -
| Sf. Gutt
Ben Doak kominn með nýjan samning
Fréttageymslan