| Sf. Gutt

Tveir æfingaleikirTveir æfingaleikir voru tilkynntir og dagsettir í gær. Liverpool leikur þessa leiki í Dúbæ. Þar kemur liðshópurinn saman til æfinga fyrir seinni hluta leiktíðarinnar ef svo mætti segja. 

Fyrri leikurinn verður við franska liðið Lyon og fer sá leikur fram sunnudaginn 11. desember. Sá seinni verður við ítölsku meistarana AC Milan. Liðin mætast föstudaginn 16. desember. Leikirnir eru hluti af æfingamóti sem kallast Stórbikar Dúbæ. Arsenal er líka á mótinu en ensku liðin mætast ekki. 

Stutt er á milli Katar og Dúbæ. Reiknað er með að leikmenn Liverpool komi til Dúbæ um leið og landslið þeirra ljúka keppni á HM. 

Úrslitaleikur HM fer fram sunnudaginn 18. desember. Fyrsti leikur Liverpool eftir að keppninni lýkur verður útileikur í Deildarbikarnum við Manchester City daginn fyrir Þorláksmessu.


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan