| Sf. Gutt
Í dag var dregið til 16 liða úrslita í Meistaradeildinni. Liverpool fær tækifæri til hefnda fyrir úrslitaleikinn í keppninni í vor en liðið mætir Real Madrid. Eins og allir muna vann spænska liðið Liverpool 1:0 í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í París.
Fyrri leikur liðanna fer fram á Anfield Road þriðjudaginn 21. febrúar. Sá seinni verður leikinn miðvikudaginn 15. mars á Santiago Bernabeu leikvanginum í Madríd. Hér að neðan eru 16 liða úrslitin í heild sinni.
Liverpool á sannarlega harma að hefna á móti Real Madrid. Sem fyrr segir vann Real Liverpool í úrslitum Meistaradeildarinnar í vor. Sama var uppi á teningnum vorið 2018 þegar Real vann 3:1 í úrslitaleik í Kiev. Real sló svo Liverpool út úr Meistaradeildinni í átta liða úrslitum á leiktíðinni 2020/21. Real vann þá 3:1 í fyrri leiknum í Madrid en liðin skildu svo án marka á Anfield. Vonandi er nú komið að því að Liverpool hafi betur á móti spænska liðinu. Það er kominn tími á það!
TIL BAKA
Tækifæri til hefnda!

Í dag var dregið til 16 liða úrslita í Meistaradeildinni. Liverpool fær tækifæri til hefnda fyrir úrslitaleikinn í keppninni í vor en liðið mætir Real Madrid. Eins og allir muna vann spænska liðið Liverpool 1:0 í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í París.
Fyrri leikur liðanna fer fram á Anfield Road þriðjudaginn 21. febrúar. Sá seinni verður leikinn miðvikudaginn 15. mars á Santiago Bernabeu leikvanginum í Madríd. Hér að neðan eru 16 liða úrslitin í heild sinni.
RB Leipzig v Manchester City
Club Bruges v Benfica
Liverpool v Real Madrid
AC Milan v Tottenham
Frankfurt v Napoli
Borussia Dortmund v Chelsea
Inter Milan v Porto
Paris St-Germain v Bayern Munchen

Liverpool á sannarlega harma að hefna á móti Real Madrid. Sem fyrr segir vann Real Liverpool í úrslitum Meistaradeildarinnar í vor. Sama var uppi á teningnum vorið 2018 þegar Real vann 3:1 í úrslitaleik í Kiev. Real sló svo Liverpool út úr Meistaradeildinni í átta liða úrslitum á leiktíðinni 2020/21. Real vann þá 3:1 í fyrri leiknum í Madrid en liðin skildu svo án marka á Anfield. Vonandi er nú komið að því að Liverpool hafi betur á móti spænska liðinu. Það er kominn tími á það!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Enn þokast Mohamed Salah upp listann! -
| Sf. Gutt
Cody Gakpo gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Meistaradeildarhópur Liverpool staðfestur! -
| Sf. Gutt
Fyrsta æfingin! -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Af lánsmönnum -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Áhættunnar virði! -
| Sf. Gutt
Búið að dagsetja Evrópuleikina -
| Sf. Gutt
Harvey Elliott lánaður
Fréttageymslan