Í minningu Bill Shankly
Í dag er 41 ár liðið frá því Bill Shankly yfirgaf þetta jarðlíf. Þann 29. september 1981 lést goðsögnin Bill Shankly eftir að hafa hlotið vægt hjartaáfall þremur dögum áður. Hann var 67 ára þegar hann lést. Með fullri virðingu fyrir öllum þeim mönnum sem hafa komið við sögu Liverpool Football Club þá hefur enginn einn einstakur maður haft meiri áhrif á sögu félagsins.
Bill kom til félagsins frá Huddersfield Town í desember 1959. Þann 14. desember tók hann formlega við stjórnartaumunum hjá Liverpool og það má með sanni segja að félagið hafi aldrei orðið samt á ný. Liverpool var vissulega eitt af stærstu félögum Englands áður en Bill kom. En það hafði hallað undan fæti árin á undan og liðið var í annarri deild þegar Bill réði sig til félagsins. Liverpool komst upp í efstu deild vorið 1962 og eftir það var ekki aftur snúið. Þegar hann sagði óvænt af sér sumarið 1974 var Liverpool komið í fremstu röð bæði á Englandi og í Evrópu. Til að rifja upp ævi og störf þessa einstaka höfðingja þá er hægt að skoða umfjöllun um feril hans hér.

Til gamans er hér ein af bestu tilvitnunum meistarans. ,,Ég starfaði við knattspyrnu vegna þess að ég unni henni og mig langaði til að gera fólkið í Liverpool hamingjusamt aftur." Hér að neðan má sjá lista yfir þá titla sem Liverpool vann undir stjórn Bill Shankly.
- 1961-62 - Sigurvegari í 2. deild.
- 1963-64 - Englandsmeistari og deildi Skildinum.
- 1964-65 - F.A. bikarmeistari og deildi Skildinum.
- 1965-66 - Englandsmeistari og Skjaldarhafi.
- 1972-73 - Englandsmeistari og sigurvegari í Evrópukeppni félagsliða.
- 1973-74 - F.A. bikarmeistari.
-
| Sf. Gutt
Endurtekið efni! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Kostas Tsimikas gerir nýjan samning -
| Sf. Gutt
Áfram í undanúrslit! -
| Sf. Gutt
Sterkur sigur! -
| Sf. Gutt
Thiago ennþá meiddur -
| Sf. Gutt
Jürgen Klopp setur nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Evrópuvegferð Liverpool byrjaði vel! -
| Sf. Gutt
Gerum allt sem við getum til að vinna! -
| Sf. Gutt
Ben Doak kominn með nýjan samning