| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Úrslit Liverpool Open
Liverpool Open var haldið á Grindavíkurvelli laugardaginn 13. ágúst s.l. Einn kylfingur afrekaði það að fara holu í höggi.

Aðstæður til golfiðkunar voru til fyrirmyndar á Húsatóftavelli í Grindavík, fjöldi þátttakenda var mættur til leiks og hver einasti keppandi í sínu fínasta pússi. Að sjálfsögðu.
Það stóð upp úr á annars frábærum degi að Freyr Brynjarsson gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 7. braut vallarins, sem er 120 metra par 3 braut. Glæsilega gert hjá Frey.
Pétur Kjartan Kristjánsson vann punktakeppni í karlaflokki. Arnar Sæbergsson varð annar og Björn Maríus Jónasson þriðji.
Sigurvegari í punktakeppni kvennaflokks varð Guðný Þorbjörg Klemenzdóttir. Í öðru sæti varð Ingibjörg Hinriksdóttir og Arnfríður I. Grétarsdóttir varð þriðja.

Þrátt fyrir draumahöggið náði Freyr ekki verðlaunasæti á mótinu, en hann fór þó ekki tómhentur heim.
Úrslit mótsins urðu sem hér segir:
Sigurvegari í höggleik: Friðrik Kristján Jónsson



Við þökkum öllum sem tóku þátt fyrir skemmtilega samveru. Golfklúbbi Grindavíkur og styrktaraðilum mótsins þökkum við líka kærlega fyrir samstarfið.
YNWA
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Heimsmeistarinn valinn bestur! -
| Sf. Gutt
Þarf að breyta til! -
| Sf. Gutt
Búið að dagsetja sigurförina! -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Trent heldur á braut -
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Sf. Gutt
Njótum stundarinnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp!
Fréttageymslan