| Heimir Eyvindarson

Úrslit Liverpool Open

Liverpool Open var haldið á Grindavíkurvelli laugardaginn 13. ágúst s.l. Einn kylfingur afrekaði það að fara holu í höggi.
Aðstæður til golfiðkunar voru til fyrirmyndar á Húsatóftavelli í Grindavík, fjöldi þátttakenda var mættur til leiks og hver einasti keppandi í sínu fínasta pússi. Að sjálfsögðu. Það stóð upp úr á annars frábærum degi að Freyr Brynjarsson gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 7. braut vallarins, sem er 120 metra par 3 braut. Glæsilega gert hjá Frey.

Þrátt fyrir draumahöggið náði Freyr ekki verðlaunasæti á mótinu, en hann fór þó ekki tómhentur heim.
Úrslit mótsins urðu sem hér segir:

Sigurvegari í höggleik: Friðrik Kristján Jónsson
Pétur Kjartan Kristjánsson vann punktakeppni í karlaflokki. Arnar Sæbergsson varð annar og Björn Maríus Jónasson þriðji. Sigurvegari í punktakeppni kvennaflokks varð Guðný Þorbjörg Klemenzdóttir. Í öðru sæti varð Ingibjörg Hinriksdóttir og Arnfríður I. Grétarsdóttir varð þriðja.
Við þökkum öllum sem tóku þátt fyrir skemmtilega samveru. Golfklúbbi Grindavíkur og styrktaraðilum mótsins þökkum við líka kærlega fyrir samstarfið. YNWA


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan