| Sf. Gutt
Robbie Fowler er einn mesti markaskorari í sögu Liverpool. Hann segir að sóknarmenn Liverpool á nýju leiktíðinni séu mjög spennandi og einhver þeirra geti vel unnið Gullskóinn. Robbie telur að meira sé lagt upp úr markakóngstign en áður var.
,,Þegar ég var að spila var lítið gert með Gullskóinn nema þá að nefna hverjir væru markahæstir í lok þáttarins Leiks dagsins. Nú er annað uppi á teningnum. Það er meira lagt upp úr þessum verðlaunum er var."
,,Mo Salah og Son Heung-min deildu með sér markakóngstigninni á síðasta keppnistímabili og ég held að leikmenn frá Liverpool og Tottenham eigi eftir að gera tilkall til þessa titils aftur á þessu tímabili. Það er ótrúlegt að Mohamed skyldi ná að skora 23 mörk á síðustu leiktíð þrátt fyrir að tuflun hafi verið af látlausum vangaveltum um samningsstöðu hans við félagið sem hann leikur fyrir. Mér finnst Mohamed hafa verið snarpur á undirbúningstímabilinu og nú er ekkert til að tala um í sambandi við samningamál hans. Það var skynsamlegt hjá báðum aðilum að gera nýjan samning. Hann skoraði á móti City um síðustu helgi og ég held að hann muni leggja sig allan fram um að endurgreiða amerísku eigendunum fyrir nýja samninginn."

,,Ég held líka að litli Egyptinn muni hafa hag af komu Darwin Nunez. Sadio Mane var frábær leikmaður fyrir liðið hans Jürgen Klopp en Darwin á eftir að gefa þeim Rauðu nýja vídd í sóknarleikinn. Hann heldur boltanum vel. Hann er stór og sterkur og slíkur leikmaður hefur ekki verið áður í liðinu. Það er búist við að hann skori fullt af mörkum. Markið hans sem tryggði Samfélagsskjöldinn sýndi að hann er hugrakkur og óhræddur við að fórna sér fyrir málstaðinn. Mohamed, Darwin og Luis Díaz verða ekki árennilegir í framlínunni. En svo hefur Jürgen líka þá Roberto Firmino og Diogo Jota til taks í sókninni."
Það verður sannarlega spennandi að sjá framherja Liverpool á þessu keppnistímabili. Það ætti ekki að skorta mörk!
TIL BAKA
Spennandi sóknarmenn!

Robbie Fowler er einn mesti markaskorari í sögu Liverpool. Hann segir að sóknarmenn Liverpool á nýju leiktíðinni séu mjög spennandi og einhver þeirra geti vel unnið Gullskóinn. Robbie telur að meira sé lagt upp úr markakóngstign en áður var.
,,Þegar ég var að spila var lítið gert með Gullskóinn nema þá að nefna hverjir væru markahæstir í lok þáttarins Leiks dagsins. Nú er annað uppi á teningnum. Það er meira lagt upp úr þessum verðlaunum er var."

,,Mo Salah og Son Heung-min deildu með sér markakóngstigninni á síðasta keppnistímabili og ég held að leikmenn frá Liverpool og Tottenham eigi eftir að gera tilkall til þessa titils aftur á þessu tímabili. Það er ótrúlegt að Mohamed skyldi ná að skora 23 mörk á síðustu leiktíð þrátt fyrir að tuflun hafi verið af látlausum vangaveltum um samningsstöðu hans við félagið sem hann leikur fyrir. Mér finnst Mohamed hafa verið snarpur á undirbúningstímabilinu og nú er ekkert til að tala um í sambandi við samningamál hans. Það var skynsamlegt hjá báðum aðilum að gera nýjan samning. Hann skoraði á móti City um síðustu helgi og ég held að hann muni leggja sig allan fram um að endurgreiða amerísku eigendunum fyrir nýja samninginn."

,,Ég held líka að litli Egyptinn muni hafa hag af komu Darwin Nunez. Sadio Mane var frábær leikmaður fyrir liðið hans Jürgen Klopp en Darwin á eftir að gefa þeim Rauðu nýja vídd í sóknarleikinn. Hann heldur boltanum vel. Hann er stór og sterkur og slíkur leikmaður hefur ekki verið áður í liðinu. Það er búist við að hann skori fullt af mörkum. Markið hans sem tryggði Samfélagsskjöldinn sýndi að hann er hugrakkur og óhræddur við að fórna sér fyrir málstaðinn. Mohamed, Darwin og Luis Díaz verða ekki árennilegir í framlínunni. En svo hefur Jürgen líka þá Roberto Firmino og Diogo Jota til taks í sókninni."
Það verður sannarlega spennandi að sjá framherja Liverpool á þessu keppnistímabili. Það ætti ekki að skorta mörk!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Joel Matip alvarlega meiddur -
| Sf. Gutt
Baráttusigur! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Sf. Gutt
Erfitt verkefni! -
| Sf. Gutt
Slæmt tap varð að sætum sigri á 81 sekúndu! -
| Sf. Gutt
Farseðill upp á lengri Evrópuvegferð tryggður! -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Manchester United og félagakerfi -
| Sf. Gutt
Aldarfjórðungur frá frumraun Steven Gerrard -
| Sf. Gutt
Tveir í viðbót á meiðslalistann -
| Sf. Gutt
Gemma Bonner setur leikjamet!
Fréttageymslan