| Sf. Gutt
Útrætt mál! Jürgen Klopp segir að það þurfi ekkert að ræða meira um að Darwin Nunez geti ekki skorað mörk. Hann sagði þetta eftir að Darwin skoraði fernu eftir að hann kom inn á sem varamaður í æfingaleiknum við Red Bull Leipzig á fimmtudagskvöldið. Darwin hafði ekki skorað á undirbúningstímabilnu en hann var óstöðvandi á móti þýsku bikarmeisturunum sem fengu að finna fyrir því þegar Liverpool vann 0:5.
„Þetta er besta leiðin til að binda endar á þessa umræðu. Það er eins og fólk haldi að leikmenn finni ekki fyrir pressu þegar þeir kosta svona mikla peninga en það er ekki svoleiðis. Þeir eru allir saman manneskjur. Þessi kynslóð af leikmönnum les allt um sjálfa sig á samfélagsmiðlum og það getur tekið menn úr jafnvægi. Hann er ný gerð af sóknarmanni fyrir okkur en hann er virkilega góður. Þetta var fullkomið kvöld fyrir hann."
Liverpool borgaði 64 milljónir sterlingspunda fyrir Darwin og kaupverðið gæti hækkað upp í 85 milljónir ef ákvæði í samningi hans virkjast. Darwin skoraði 26 mörk í 28 deildarleikjum fyrir Benfica á síðasta keppnistímabili. Hann skoraði að auki sex mörk í tíu leikjum í Meistaradeildinni og þar af tvö á móti Liverpool.
TIL BAKA
Útrætt mál!

Útrætt mál! Jürgen Klopp segir að það þurfi ekkert að ræða meira um að Darwin Nunez geti ekki skorað mörk. Hann sagði þetta eftir að Darwin skoraði fernu eftir að hann kom inn á sem varamaður í æfingaleiknum við Red Bull Leipzig á fimmtudagskvöldið. Darwin hafði ekki skorað á undirbúningstímabilnu en hann var óstöðvandi á móti þýsku bikarmeisturunum sem fengu að finna fyrir því þegar Liverpool vann 0:5.

„Þetta er besta leiðin til að binda endar á þessa umræðu. Það er eins og fólk haldi að leikmenn finni ekki fyrir pressu þegar þeir kosta svona mikla peninga en það er ekki svoleiðis. Þeir eru allir saman manneskjur. Þessi kynslóð af leikmönnum les allt um sjálfa sig á samfélagsmiðlum og það getur tekið menn úr jafnvægi. Hann er ný gerð af sóknarmanni fyrir okkur en hann er virkilega góður. Þetta var fullkomið kvöld fyrir hann."

Liverpool borgaði 64 milljónir sterlingspunda fyrir Darwin og kaupverðið gæti hækkað upp í 85 milljónir ef ákvæði í samningi hans virkjast. Darwin skoraði 26 mörk í 28 deildarleikjum fyrir Benfica á síðasta keppnistímabili. Hann skoraði að auki sex mörk í tíu leikjum í Meistaradeildinni og þar af tvö á móti Liverpool.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Meistaradeildin að byrja -
| Sf. Gutt
Enn þokast Mohamed Salah upp listann! -
| Sf. Gutt
Cody Gakpo gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Meistaradeildarhópur Liverpool staðfestur! -
| Sf. Gutt
Fyrsta æfingin! -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Af lánsmönnum -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Áhættunnar virði! -
| Sf. Gutt
Búið að dagsetja Evrópuleikina
Fréttageymslan