| Sf. Gutt

Þrír meiddir

Þessir landsleikir virðast engan endi ætla að taka. Þjóðadeildin er svo til tilgangslaus en hún tekur sinn tíma. Nú eru þrír leikmenn Liverpool meiddir og törnin ekki á enda.





Diogo Jota og Andrew Robertson eru báðir meiddir.  Það er svo sem ekki vitað um meiðsli þeirra en þeir hafa báðir yfirgefið herbúðir landsliða sinna. 


Svo er Mohamed Salah eitthvað meiddur. Hann fékk leyfi frá síðustu leikjum Egypta. Hann tognaði en ekki er talið að meiðslin séu alvarleg.  


Það má reyndar hrósa forráðamönnum enska landsliðsins fyrir að gefa Trent Alexander-Arnold frí vegna langs og strangs keppnistímabils Liverpool. Ef rétt er vitað lék hann bara einn af landsleikjum Englands. Jordan Henderson var ekki valinn í enska landsliðið til að hann fengi hvíld eftir erfiða leiktíð. Forráðamenn Hollands fá líka hrós. Þeir létu Virgil van Dijk ekki leika alla leiki sína. 

Þjóðadeildin er alveg ótrúleg uppfinning. Það er vissulega hægt að vinna þessa keppni og eins gefur hún sæti í umspil fyrir Evrópukeppni landsliða ef rétt er skilið. En einna helst eykur hún leikjaálag og lengir keppnistímabil. Þar sem Heimsmeistarakeppnin er ekki fyrr en í nóvember væru flestir landsliðsmenn komnir í sumarfrí núna. Þess í stað eru þeir fastir í þessari keppni sem fáir skilja tilganginn með nema ef vera skyldi að græða peninga!

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan