| Sf. Gutt

Í kvöld var tilkynnt að Jürgen Klopp hefði verið kjörinn Framkvæmdastjóri ársins 2022! Hann vann reyndar tvær slíkar viðurkenningar!
Í fyrsta lagi var Jürgen Klopp kjörinn Framkvæmdastjóri ársins af Samtökum framkvæmdastjóra í deildarkeppninni. Allir framkvæmdastjórar í ensku atvinnumannadeildunum fjórum eiga kjörrétt. Sir Alex Ferguson bikarinn fylgir þessu kjöri.
Í annan stað var Jürgen Klopp kosinn Framkvæmdastjóri ársins í Úrvalsdeildinni. Thomas Frank (Brentford), Pep Guardiola (Manchester City), Eddie Howe (Newcastle United) og Patrick Vieira (Crystal Palace) komu líka til álita í því kjöri.
Jürgen Klopp vann bæði þessi kjör fyrir leiktíðina 2019/20 þegar Liverpool varð Englandsmeistari. Hann segir það mikinn heiður að hafa orðið fyrir valinu. ,,Það er mikill heiður að hafa fengið þessa viðurkenningu eftir alveg bilað keppnistímabil. Útkoman var ekki sú besta sem við höfðum getað óskað okkur en við erum nú þegar búnir að jafna okkur eftir vonbrigðin. Þegar maður fær svona viðurkenningu er maður annað hvort snillingur eða þá að maður er mest besta þjálfaralið í heimi. Ég deili þessu með öllu starfsfólkinu mínu og það veit í hversu miklum metum það er hjá mér."
Eins og allir vita þá leiddi Jürgen Klopp Liverpool til sigurs í Deildarbikarnum og FA bikarnum á leiktíðinni. Liverpool varð í öðru sæti í Úrvalsdeildinni á eftir Manchester City. Næsta laugardag leikur Liverpool svo til úrslita um Evrópubikarinn við Real Madrid í París.
Emma Hayes, framkvæmdastjóri Chelsea sem vann deild og bikar, fékk viðurkenninguna fyrir Stórdeild kvenna. Matt Beard, framkvæmdastjóri Liverpool, var valinn framkvæmdastjóri ársins í næst efstu deild kvenna. Liverpool vann deildina eins og kunnugt er.
TIL BAKA
Jürgen Klopp Framkvæmdastjóri ársins!

Í kvöld var tilkynnt að Jürgen Klopp hefði verið kjörinn Framkvæmdastjóri ársins 2022! Hann vann reyndar tvær slíkar viðurkenningar!
Í fyrsta lagi var Jürgen Klopp kjörinn Framkvæmdastjóri ársins af Samtökum framkvæmdastjóra í deildarkeppninni. Allir framkvæmdastjórar í ensku atvinnumannadeildunum fjórum eiga kjörrétt. Sir Alex Ferguson bikarinn fylgir þessu kjöri.
Í annan stað var Jürgen Klopp kosinn Framkvæmdastjóri ársins í Úrvalsdeildinni. Thomas Frank (Brentford), Pep Guardiola (Manchester City), Eddie Howe (Newcastle United) og Patrick Vieira (Crystal Palace) komu líka til álita í því kjöri.
Jürgen Klopp vann bæði þessi kjör fyrir leiktíðina 2019/20 þegar Liverpool varð Englandsmeistari. Hann segir það mikinn heiður að hafa orðið fyrir valinu. ,,Það er mikill heiður að hafa fengið þessa viðurkenningu eftir alveg bilað keppnistímabil. Útkoman var ekki sú besta sem við höfðum getað óskað okkur en við erum nú þegar búnir að jafna okkur eftir vonbrigðin. Þegar maður fær svona viðurkenningu er maður annað hvort snillingur eða þá að maður er mest besta þjálfaralið í heimi. Ég deili þessu með öllu starfsfólkinu mínu og það veit í hversu miklum metum það er hjá mér."


Eins og allir vita þá leiddi Jürgen Klopp Liverpool til sigurs í Deildarbikarnum og FA bikarnum á leiktíðinni. Liverpool varð í öðru sæti í Úrvalsdeildinni á eftir Manchester City. Næsta laugardag leikur Liverpool svo til úrslita um Evrópubikarinn við Real Madrid í París.
Emma Hayes, framkvæmdastjóri Chelsea sem vann deild og bikar, fékk viðurkenninguna fyrir Stórdeild kvenna. Matt Beard, framkvæmdastjóri Liverpool, var valinn framkvæmdastjóri ársins í næst efstu deild kvenna. Liverpool vann deildina eins og kunnugt er.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Aftur til æfinga -
| Sf. Gutt
Minningarorð Arne Slot -
| Sf. Gutt
Í minningu Diogo Jota -
| Sf. Gutt
Bræðurnir Diogo og André bornir til grafar -
| Sf. Gutt
Diogo Jota látinn -
| Sf. Gutt
Af EM -
| Sf. Gutt
Bara Real Madrid! -
| Sf. Gutt
Þrír Evrópumeistarar! -
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður
Fréttageymslan