| Grétar Magnússon

Gullhanskinn til Alisson

Alisson Becker hélt markinu hreinu í 20 leikjum af 36 sem hann spilaði í deildinni á tímabilinu. Hann hlýtur þar með gullhanskann ásamt markverði Manchester City, Ederson.


Þetta er í annað sinn sem Alisson hlýtur þessi verðlaun, síðast tímabilið 2018-19 en þá hélt hann hreinu í 21 leik. Síðastliðinn tvö tímabil hefur Ederson hlotið gullhanskann en það er ánægjulegt að Alisson deilir titlinum á þessu tímabili. Þess má reyndar geta að Ederson spilaði einum leik meira en Alisson á tímabilinu.

Þetta er aðeins í annað sinn í sögu deildarinnar (byrjað var að veita þessi verðlaun tímabilið 2004-05) sem tveir markmenn deila þessum verðlaunum en tímabilið 2013-14 voru þeir Petr Cech hjá Chelsea og Wojciech Szczesny hjá Arsenal jafnir. Þess má svo til gamans geta að Pepe Reina, fyrrum markvörður Liverpool, vann þessi verðlaun þrjú tímabil í röð á árunum 2006 til 2008.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan