| Sf. Gutt
Jürgen Klopp er búinn að velja lið Deildarbikarmeistara Liverpool sem mæta Evrópu- og heimsmeisturum Chelsea á eftir í úrslitaleik FA bikarsins. Að sjálfsögðu er sterku liði teflt fram.
Liverpool: Alisson Becker, Trent Alexander-Arnold, Ibrahima Konate, Virgil Van Dijk, Andrew Robertson, Naby Keita, Thiago Alcântara, Jordan Henderson, Luis Diaz, Mohamed Salah og Sadio Mané. Varamenn: Caoimhin Kelleher, James Milner, Roberto Firmino, Joe Gomez, Curtis Jones, Diogo Jota, Kostas Tsimikas, Divock Origi og Joël Matip.
Það var vitað að Fahinho Tavarez gæti ekki leikið með og það er áfall enda er hann einn sá besti í sinni stöðu í ensku knattspyrnunni. Jordan Henderson leikur í stöðu Fabinho. Ibrahima Konate var valinn sem miðvörður í stað Joël Matip og kemur það kannski eitthvað á óvart. Annað í valinu getur ekki talist óvaænt.
Verkefni Liverpool er gríðarlega erfitt. Chelsea vann Evrópubikarinn á síðustu leiktíð og bætti Stórbikar Evrópu við í fyrrasumar. Liðið vann svo Heimsmeistarakeppni félagsliða á leiktíðinni. Chelsea er þrautreynt og sterkt hvar sem á er litið. Liverpool vann Chelsea í vítaspyrnukeppni í Deildarbikarúrslitunum og það yrði mikið afrek að vinna þá aftur í úrslitaleik á sömu leiktíðinni.
Liverpool hefur leikið stórvel á leiktíðinni og í fyrsta sinn í sögunni er Rauði herinn með í baráttu um alla fjóra stórtitlanna sem eru í boði. Það eitt og sér er mikið afrek!
TIL BAKA
Búið að velja lið Liverpool

Jürgen Klopp er búinn að velja lið Deildarbikarmeistara Liverpool sem mæta Evrópu- og heimsmeisturum Chelsea á eftir í úrslitaleik FA bikarsins. Að sjálfsögðu er sterku liði teflt fram.
Liverpool: Alisson Becker, Trent Alexander-Arnold, Ibrahima Konate, Virgil Van Dijk, Andrew Robertson, Naby Keita, Thiago Alcântara, Jordan Henderson, Luis Diaz, Mohamed Salah og Sadio Mané. Varamenn: Caoimhin Kelleher, James Milner, Roberto Firmino, Joe Gomez, Curtis Jones, Diogo Jota, Kostas Tsimikas, Divock Origi og Joël Matip.
Það var vitað að Fahinho Tavarez gæti ekki leikið með og það er áfall enda er hann einn sá besti í sinni stöðu í ensku knattspyrnunni. Jordan Henderson leikur í stöðu Fabinho. Ibrahima Konate var valinn sem miðvörður í stað Joël Matip og kemur það kannski eitthvað á óvart. Annað í valinu getur ekki talist óvaænt.
Verkefni Liverpool er gríðarlega erfitt. Chelsea vann Evrópubikarinn á síðustu leiktíð og bætti Stórbikar Evrópu við í fyrrasumar. Liðið vann svo Heimsmeistarakeppni félagsliða á leiktíðinni. Chelsea er þrautreynt og sterkt hvar sem á er litið. Liverpool vann Chelsea í vítaspyrnukeppni í Deildarbikarúrslitunum og það yrði mikið afrek að vinna þá aftur í úrslitaleik á sömu leiktíðinni.
Liverpool hefur leikið stórvel á leiktíðinni og í fyrsta sinn í sögunni er Rauði herinn með í baráttu um alla fjóra stórtitlanna sem eru í boði. Það eitt og sér er mikið afrek!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mun alltaf elska Liverpool! -
| Sf. Gutt
Óheppnasti leikmaður í heimi? -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Verðum að leggja harðar að okkur! -
| Sf. Gutt
Jeremine Frimpong meiddur -
| Sf. Gutt
Vildi sýna öllum virðingu -
| Sf. Gutt
Alisson meiddur -
| Sf. Gutt
Curtis með met! -
| Sf. Gutt
Stórsigur í Þýskalandi! -
| Sf. Gutt
Ryan Gravenberch meiddur
Fréttageymslan

